Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Side 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Side 28
Húsráðandinn slasaðist þegar skipið ruddist í gegnum garðinn og inn í húsið en engan af sex skipverjum sakaði. Skip- stjóri skipsins átti vakt þegar atburður- inn varð en var reyndar steinsofnandi á þeim tíma er skipið ruddist inn í húsið. Flýja af vettvangi Pað gerist æ oftar að stærri flutninga- skip sigla á minni fiskiskip og enginn veit hvert flutningaskipið var. Hefjast þá oft miklar eftirgrennslan um hvaða skip hafa verið í nágrenni við árekstrarstað- inn. Oftar en ekki tekst þó að hafa upp á skipunum en mörg flutningaskipanna merkja ekki þegar lítil fiskiskip skella á bolum þeirra. Við leitina eru þá oft á- komur á skipunum sem bera þess merki að þau hafa snert önnur skip. Nýlega urðu tvö fiskiskip fyrir ásiglingu kaup- Nú er lágt gengi á $ og auk þess sértilboð út febrúar. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ STAÐFESTA PÖNTUN STRAX! / Hafðu samband í s: 567-8888 y i ; || og skoðaðu II* w www.pmt.is&www.bettcher.com Oddi, Klofningur, Þórsberg, Fjölnir og Kópavör taka kinnar úr steinbít með einu handtaki. Meiri hraði & nýtni Þægilegir í snyrtingu og afskurð. VtHféw HRINGSKERAR BORGA SIG STRAX skipa með þeim afleiðingum að annað þeirra fórst og einn maður með því. Þar var það kaupskipið sem stöðvaði og bjargaði þeim þremur sem af komust. Hitt atvikið varð þó ekki þess valdandi að fiskiskipið sykki en kaupskipið sigldi á braut án þess að láta frá sér heyra né að mönnum á fiskiskipinu tækist að sjá nafn þess. Pað var svo daginn eftir sem dönsk ferja tilkynnti að það hefði verið að mæta flutningaskipi sem þeirn Jrótti vera að framkvæma fremur undarlega að- gerð. Léttbátur skipsins hékk í bátsuglu nánast niður undir sjólinu og í bátnum voru skipverjar að mála bol skipsins. Þegar þetta átti sér stað var skipið á sigl- ingu undir fullu vélarafli. Voru skipverjar þá að fela ummerki um áreksturinn en danski sjóherinn stöðvaði síðar skipið og færði til hafnar. Var útgerð skipsins sekt- uð um 200 þúsund krónur, skipstjórinn um 50 þúsund og vakthafandi stýrimað- ur um 30 þúsund krónur. Úreld skip hrannast upp Pað getur verið erfitt að eiga gömul skip og þá sérstaklega ef flotinn sam- anstendur af olíuskipum. Pegar Latvian Shipping Co. í Lettlandi birti níu mánaða uppgjör kom í ljós neikvæð staða fyrir- tækisins. Rekja þeir þessa niðursveiílu til minnkandi eftirspurnar eftir olíuskipum, sem smíðuð eru fyrir 1983, til flutninga. Stór hluti olíuskipa útgerðarinnar eru nefnilega smíðuð fyrir þann tíma en þessi skip fá ekki að sigla um Evrópu eft- ir 1. apríl á næsta ári. Útgerðin er ein margra í heiminum sem eru að láta smíða lyrir sig olíuskip til að leysa af hólnti olíuskip sem skulu hverfa úr rekstri sökum reglna sem hefur valdið því að gífurleg eftirspurn er eftir nýsmíði skipa um allan heim. Latvian Shipping á 10 olíuskip í smíðum i Króatíu. Rannsaka brátt slysin Nú hafa Norðmenn ákveðið að setja á laggirnar rannsóknarnefnd sjóslysa sem taka á til starfa á næsta ári. Þetta er gert í framhaldi af niðurstöðu nefndar sem hefur starfað frá árinu 1999 og rannsak- að fyrirtöku sjóslysa við norska dómstóla undanfarinna ára. Par í landi hafa sjópróf tíðkast sem eina rannsóknaraðferð sjó- slysa en reyndar hefur verið starfandi nefnd sem einungis rannsakra slys þar sem enginn hefur komist lífs af. Peir hefðu nú geta rætt við okkur íslendinga sem höfum verið að gera þetta síðan 1971. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.