Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 20
Það kostar brottrekstur að eiga við farminn! Þórður Þórsson hóf sjó- mennsku fyrir hreina til- viljun sem viðxaningur á varðskipi, en hann er nú 1. stýrimaður á einu stœrsta skemmtiferða- skipi heims. Sæmundur Guðvinsson rœddi við Þórð um sjómannslífið í Karíbahafinu Þar sem ég ók áleiðis í Vesturbæinn í hríðarhraglanda og nokkru frosti heyrði ég í útvarpsfréttum að veður væri slæmt á miðunum fyrir norðan og vestan land, hvassviðri og kafaldsbylur. Ég var hins vegar ekki að fara til þess að ræða við aldinn sægarp um baráttuna við hörð vetrarveður á íslandsmiðum, heldur var ég á leið í viðtal við ungan mann sem siglir um hið sólgyllta Karíbahaf á einu stærsta skemmtiferðaskipi heims. Þar stendur hann Þórður Þórsson í brúnni á risaskipinu Adventure of The Seas sem 1. stýrimaður og siglir milli eyja í Vestur Indíum með þúsundir farþega innan- borðs. Við spjöllum saman í eldhúsinu hjá Þórði á Fálkagötunni, en hann var á aftur á förum í Karíbahafið eftir frí hér heima. Þórður er maður hávaxinn og myndarlegur á velli, rólegur og yfirveg- aður í fasi eins og svo títt er um sjó- menn. - Ég er Reykvíkingur og hef búið í Vesturbænum meira og minna alla tíð. Byrjaði 1988 hjá Gæslunni á Tý og var þar fram að jólum. Það var tilviljun að ég fór á sjóinn. Vinur minn var að fara nið- ur á bryggju til þess að sækja um hjá Gæslunni. Ég slóst í för með honum og sótti um í leiðinni. Fáum dögum seinna fengum við vita að við getum fengið pláss en þá var hann hættur við en ég sló til. Fór heim til mömmu og sagðist vera að fá út á sjó daginn eftir. Ég var hund- sjóveikur fyrsta daginn, en mamma hafði sagt mér að besta ráðið við sjóveiki væri að borða nógu mikið. Fyrstu þrjá mán- uðina um borð þyngdist ég um 25 kíló en var ekki sjóveikur nema þennan eina dag. Svo byrjaði ég aftur haustið 1990 minnir mig hjá Gæslunni og var þar þangað til haustið 1991 að ég fór yfir til Eimskips og var háseti á Laxfossi sem var eikjuskip. Svo fór ég í Stýrimanna- skólann 1992 en sigldi hjá Eimskip í jóla- og sumarfríum alveg fram til 1999. Þá fór ég yfir til Nesskip á tankskipið Freyju og var þar þangað til fyrir tveim- ur árum að ég fór til Royal Caribbean, segir Þórður og hellir sjóheitu kaffi í krúsir. - Á Freyjunni vorum við mest í Nor- egi, sigldum upp og niður alla norsku ströndina en komum líka hingað heim og lestuðum lýsi bæði til Noregs og fleiri Evrópulanda. Einnig fórum við nokkra túra til Afríku og í Miðjarðarhafið til Grikklands. Eg byrjaði fyrst sem stýrimaður hjá Gæslunni þegar ég kláraði skólann. Þá var ég fenginn til þess að leysa af tvo lúra á Tý. Síðan fór ég aftur til Eimskips og varð stýrimaður á Laxfossi árið eftir. Þegar ég var ráðinn stýrimaður á Freyju byrjaði ég raunar sem viðvaningur fyrstu tvo dagana. Þá var norskur skipstjóri enn með skipið sem var að kenna okkur á skipið og þá var ég skráður sem viðvan- ingur í byrjun en svo sem yfirstýrimaður og seinna skipstjóri þar til í apríl 2003. Þá er búið að ráða mig til Royal Caribbe- an á skemmtiferðarskipið Adventure of The Seas, bætir Þórður við þegar hann var beðinn að segja frá sjómannsferlinum hér heima. Níu vakthafandi stýrimenn - Ég hafði samband við þá hjá Royal Caribbean töluvert áður en ég sagði upp W'cmvi Risaskipið Advenlure of The Seas með olíupramma og drátlarbál á síðunni. 20 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.