Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 36
Indriði Gottsveinsson Fyrsti íslenzki togaraskipstjórinn Indriði Gottsveinsson fæddist á Árvelli á Kjalarnesi 13. júlí 1869 og var faðir hans Gottsveinn bóndi, sem bjó fyrst að Brekku á Hvalfjarðarströnd, næst á Hurðarbaki í Svínadal, þá á Árvelli, sem tók af í skriðum, þar næst á Sjávarhóli og síðast á Nesi á Kjalarnesi. Faðir Gottsveins var Gottsveinn Eyj- ólfsson bónda á Stokkalæk á Rangárvöll- um Egilssonar frá Bolholti. Móðir Indriða var Guðrún Jónsdóttir Ólafssonar bónda á Snorrastöðum í Laugardal og síðar á Brekku á Hvalfjarð- arströnd. Alsystir Jóns Ólafssonar, afa Indriða, var Ráðhildur ríka á Kalmans- tjörn og er hún fræg í sögum, og sögð aðalpersónan í Útnesjamannasögum Jóns Thorarensens. Indriði byrjaði róðra með föður sín- um úr Vogunum og síðar bæði á Seltjarn- arnesi og Kjalarnesi. Árið 1892 fór hann á kútterinn Kómet, þekkta skútu, og var síðan á skútum þar til hann fór í Stýri- mannaskólann 1898 og lauk þaðan prófi um vorið 1899. Hann varð skipstjóri á Birninum, kútt- er á Akranesi; árið 1900 og þá næst á kútter Haraldi, einnig af Akranesi, sem frægur er í kvæðum. Næst á eftir Haraldi tók hann Haffarann fyrir Sigurð i Görð- um og var með hann þar til hann fór til hinna örlagaríku skútukaupa fyrir Einar Þorgilsson haustið 1904. Með Coot var hann í fjögur ár, sem kunnugt er, síðan var hann eitt ár með íslending (1909), þá með einn af togur- um Alice Black, sem Thore hét, síðan um tíma á togaranum Lennox frá Aberdeen og loks tók hann Garðar landnema og var með hann þar til hann hætti skip- stjórn og sjómennsku 1913. Eftir að hann kom í land mun hann fljótlega hafa gengið í félag með Elíasi Stefánssyni, útgerðarmanni, og ráku þeir síldarútveg saman og sá Indriði um alla verkstjórn. Stóð þeirra félag í sex ár, eða til hausts 1919. Indriði var allra manna lagnastur undir stýri og kunni manna bezt að haga segl- um eftir vindi og skipi í sjóum og sagði hann það oft, að menn skildu sanna, að þegar þeir, sem ekki hefðu lært sjó- mennsku á skútunum, tækju við togur- unum, þá myndi það sýna sig, að þeir gætu farizt ekki síður en önnur skip. Þetta fór eftir sem kunnugt er. Meir þótti Indriði bjargast af því, hve öruggur hann var við stjórnina, heldur en hinu, að hann sætti svo mjög veðri. Hann var aflamaður ágætur, bæði á skút- unum og togurunum og hefur hann Indríði CotLsveinsson skipstjóri. skrifað niður hjá sér aíla sinn, bæði þeirra skipa, sem hann stýrði og eins það sem hann sjálfur dró og virðist hann hafa verið hörku skakmaður sjálfur og ratinn á fisk. Þótti heldur sjókaldur Heldur þótti lndriði sjókaldur, sem kallað er, það er, hann var viðskotaillur og ekki mjúkur í tali úti i sjó en hverjum manni prúðari við land. Hann hélt lengi til við veiðar og kölluðu margir hann streðara. Indriða er svo lýst, að hann væri í lægra meðallagi á vöxt (165 cm) og hnellinn. Hann hafði gráblá augu og var dökkur á brún og brá á yngri árum en skallaðist snemma. Hann leyndi á sér vegna þess, hve hæglátur hann var í framgöngu og var kröftugri og snarpari, ef til þurfti að taka, en menn áttu von á. Hann gat verið eldsnöggur. Hann var fátalaður og heldur þurr á mannin við allan almenning, en skemmt- inn og frásagnarglaður í kunningjahópi. Hann var hjartahlýr undir skrápnum og vék góðu að þeim sem aumir voru. Indriði var fésýslumaður glöggur og efnaðist, bæði af skipstjórn sinni og út- gerð. Síðustu árin hafði hann hægt um sig. Átti stórt hús á Óðinsgötunni (nr. 15), sem hann leigði að mestu öðrum, en bjó sjálfur í tveimur litlum herbergjum uppi. Eftir að hann fór að hægja ganginn á efri árum átti hann sér lítinn mótorbát, sem hann reri einn út í Flóann og alla tíð leitaði hann einveru meir en almennt er títt. Eitt haustið, þegar síldarsöltun var lokið á Reykjafirði, keypti hann sér hest og hélt einn af stað suður yfir fjöll, fór sér hægt og var lengi og taldi hann þetta skemmlilegasta ferðalag ævi sinnar. Indriði var alla ævi ókvæntur. Vafa- laust hefur hann notið kvenna, en hann var aldrei kenndur við neina einstaka konu. Þó er til sögn um að Indriði hafi á yngri árum bundið tryggðir við stúlku en ekki reynzt hald í þeirri vináttu, en slíkt fellur mönnum af skaplyndi Indriða þyngra en þeím sem fjöllyndari eru. Líklegast er þó, að Indriði hafi ekki hirt um að binda trúss sitt með kven- manni, sem væri síðan að væflast í kring- um hann í tíma og ótíma. Á efri árum safnaði Indriði bókum og átti allmargt merkra bóka, bæði þeirra sem söfnunargildi höfðu og einnig þeirra sem læsilegar voru. Erfingjarnir gáfu þetta safn Hrafnistu, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna í Laugarási í Reykjavík, og hvarf það þar inn í heildarsafnið og því ekki gott að sjá, hvaða bækur hann hefur átt, en þó er glöggt að hann átti mikið af Viðeyjarprenti, nokkuð af Hóla- prenti, Jónsbókarútgáfu merka og fleiri lögbækur. Bókasöfnun Indriða byrjaði með þeim hætti, að hann hafði keypt skáp einn gamlan, fullan af bókum, á uppboði og stendur sá skápur í bókasafni Hrafnistu. Margt eigulegt kver, er sagt að verið hafi í þessum skáp, og falaði Bogi Ólafs- son yfirkennari skápinn af Indriða og sótti málið fast, en Indriði hélt þeirn mun fastar í, hann var þeirrar náttúru, og fór sjálfur að safna bókum. Indriði hefur ritað ýmislegt hjá sér og er sumt af því skopsögur, sem hann hef- ur sagt í kunningjahópi, annað er ýmis- konar fróðleikur og þá þjóðlegar sagnir. Skulu nú nokkrar þessara sagna endur- sagðar eftir risskompum Indriða: Þú getur hirt þitt skip Þó að Indriði væri hlýr að eðlisfari, gat hann verið kaldranalegur og óvæginn. Þegar hann var á Akranesi hafði hann tekið að sér að flytja farm á opnu skipi fyrir mann ofan af Akranesi til Reykja- víkur. Þegar að því kemur að sigla af stað, lízt Indriða ekki ráðlegt að leggja í Flóann og ætlar að halda kyrru fyrir. Eig- andi farmsins var maður við aldur og engin kempa í mannraunum, en tjáður 36 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.