Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 32
ur til kasta framkvæmdastjórans, Einars, að ráða skipstjórann á veiðunum og þetta snýst á þann veg, að Indriði verður skipstjóri en Halldór fiskiskipstjóri. Parna getur strax hafa orðið ágreining- ur með Arnbirni og Einari og áður er fram komið að Björn er einnig andvígur Indriða. Hásetar voru á heimleið: Ólafur Árna- son, 24 ára gamall Barðstrendingur sem síðan varð stýrimaður á veiðunum, lík- lega þá með enskt stýrimannspróf, því að hann er ekki að finna á skólaskýrslum Stýrimannaskólans hér; Ólafur Sig- mundsson, Rangæingur 29 ára, hann mun hafa komið af enskum og skozkum togurum; Þorsteinn Þorkelsson, var einnig búinn að vera á enskum togurum, en Þorsteinn fór af skipinu þegar heim kom; og loks Arnbjörn Ólafsson. Thomas Priestley var 1. vélstjóri, enskur maður 41 árs, og W. TH. Jarding, danskur mað- ur, 24 ára, 2. vélstjóri, og voru þeir báðir áfram á veiðunum og eins kokkurinn, sem var danskur, Martein J. Hansson (Hansen), 20 ára. Guðmundur Þórðarson var farþegi með skipinu heim. Einar Þorgilsson tók við skipinu í Hafnarfirði sem framkvæmdastjóri og í Landhagsskýrslunni yfir fyrsta útgerðarár Coots er bókað: „Eig. Einar Þorgilsson ofl.“ og trúlega hefur það eitthvað farið fyrir brjóstið á þeim, sem síðar unnu að því að ná yfirráðum yfir Coot, að Einari var oft eignað skipið, og einnig má ætla af því sem síðar segir um þá atburði, að hann hafi rekið það sem sína eign. Útgerð Coots gekk að því leyti erfið- lega um veturinn og vorið að ólag var á togspilinu. Og í byrjun júní 1905 fór Coot til Englands til að láta gera við spil- ið og fleira, sem þurfti lagfæringar. Báðir ensku vélstjórarnir hættu þá, og við tóku tveir danskir vélstjórar, Jörgensen og Poulsen, og voru þeir komnir upp áður en Coot fór út. Þessir dönsku vélstjórar voru yfir sumarið, en um haustið varð Ó- lafur Jónsson á Laugalandi við Reykjavík 1. meistari, en 2. meistari eftir áramótin Guðbjartur Guðbjartsson úr Dýrafirði. Báðir höfðu þessir menn lært til gæzlu gufuvéla á norskum skipum, Guðbjartur á hvalbátum Ellefsens. Fyrsti íslenzki ráðherrann, Hannes Hafstein, veitti þessum fyrstu íslenzku vélstjórum gufuvélaréttindi. Það var margt að gerast fyrst á íslandi þessi árin, og margt afgreitt snögglega. Koma Coots til Hafnarfjarðar 6. marz 1905 er merkisdagur í íslenzkri sjávarút- vegssögu, og um leið þjóðarsögunni. Sóknin Það má segja, að Coot hafi alla tíð stundað landróðra. Algengast mun hafa verið að hann færi út um miðjan dag og kæmi inn snemma morguns. Þessu hefur Einar Þorgilsson eflaust ráðið. Hann hef- ur viljað að sinir vönu saltarar söltuðu fiskinn. Einar hafði ótrú á að það yrði nóg vandað til söltunarinnar urn borð. Skipshöfnin mun hafa flatt fiskinn um borð og hann síðan fluttur í land til sölt- unar, nema væri afli lítill, þá var hann saltaður um borð. Það var ekki langróið á Coot. Veiði- svæði hans var Bugtin og líklega aðallega sunnanverð. Coot hefur örugglega aldrei togað í landhelgi. Indriði Gottsveinsson var ekki líklegur til að taka slíka áhættu, en hún var ekki lítil fyrir íslenzkan togaraskip- stjóra á þessum tíma, eins og hatrið var á togurunum. Maðurinn hefði verið stimplaður landráðamaður og varla um annað að ræða fyrir hann en forða sér úr landi, enda urðu slíks dæmin síðar. Skipverjar voru fyrstu vertíðina 13 og þeir voru 12-14 öll árin. Ekki fékkst i fyrstu sama verð fyrir fiskinn upp úr Coot og skútunum, og það varð ekki fyrr en reynslan af fiskin- um, sem verkaður var af Coot, sýndi, að hægt var að verka svo togarafisk, að sá fiskur var ekki verri en skútufiskurinn; Thor Jensen, sem keypti nokkuð af fiski af Coot, kom þessari bábilju um togara- fiskinn endanlega fyrir kattarnef, keypti togarafisk á sama verði og af skútunum. Með Coot sannaðist að hægt var að gera út saltfisktogara og þar með var fundinn grundvöllur fyrir íslenzkri togaraútgerð. Coot fór oftast inn á Reykjavíkurhöfn um sjö leytið á morgnana til að selja Reykvíkingum smælkið úr aflanum í soðið, en annan fisk lögðu þeir upp í Hafnarfirði. Margt hefur verið Cootverjum erfitt. Það eru engar frásagnir Cootverja til af ganginum á veiðunum, en það má gera ráð fyrir að rifrildi á vörpunni hafi verið mikið og má ímynda sér það af reynslu togaranna sem komu 1907, Jóns forseta, Marzins og Snorra Sturlusonar. Skips- menn á þeim togurum sögðu rifrildið hafa verið óskaplegt í fyrstu. Þessir fyrstu togarar lágu iðuglega inni á Reykjavíkurhöfn yfir birtutimann á vetrum við að tjasla í vörpuna. Skútukarlarnir, sem mönnuðu brúna á fyrstu togurunum, vissu hvar fiskibleyð- urnar voru, en ekki hvernig átti að ná þeim. Menn voru að þreifa sig áfram með handlóði og smjörklípu í skál neðan í lóðinu og svo var bara að rífa og reyna aftur og þá á aðra togstefnu. Þá voru togarar í þennan tíma með fót- reipistroll, en þau voru viðkvæm fyrir slæmum botni. Það var ekki fyrr en 1908-9 að islenzku togararnir fóru að nota trébobbinga. Á skipshafnarskrá Coots má sjá, að kaup háseta var allt frá 35 kr. á mánuði upp í kr. 100. Reyndar var það kyndar- inn, Jóhannes Narfason, 16 ára Hafnfirð- ingur, sem hafði ekki nema 35 kr. og hann hefur unnið fyrir þeim, pilturinn. Kyndarinn var einn á vakt með 1. meist- ara, en það hefur komið á kyndarann að lempa kolum úr kolaboxunum og kola- lestinni framá fírplássið. Boxin voru þröng og ekki manngengt undir dekkbit- ana í þeim, sjóðheitt var þar inni, því að boxin lágu fast að gufukatlinum og svarta rnyrkur var í þeim, og þótt farið væri þangað inn með olíulukt, þá varð glerið á henni strax svo svart, að af henni var engin eða sem næst engin birta. Eflaust hefur það verið svo á Coot, að það hefur þurft að lernpa kolununt úr kolalestinni í gegnum boxin. Það var þannig á fyrstu gufutogurunum, og þá einnig Coot, sem smíðaður var 1892. Þá var og mjög þröngt á fírplássinu á þess- um fyrstu togurum, menn voru svo gott sem með hausinn inni í fírnum, þegar hann var opnaður til að moka á eldana eða skara í þeim, og sleipt var á járngólf- inu gljáfægðu af sliti. Kyndarastarfið hefur áreiðanlega verið versta og erfiðasta starfið á þessum skip- um og það hefur komið í hlut viðvaninga að vinna það. Jóhannes Narfason varð síðar þekktur hafnfirzkur sjómaður. Streðið var mikið á dekkinu, því að pokanum var kastað á höndum og einnig fótreipinu og netið dregið á höndurn, og engin var snörlan og ekki heldur poka- gjörð. Hún mun ekki hafa komið fyrr en 1911-12. Netavinnan var gífurlega mikil. Ekkert var unnið við netin í landi né vírana. Hér var ekkert netaverkstæði né kunnáttu- ntenn í landi til þess. Lítið hefur verið um varastykki og menn orðið að riða heilu og hálfu vörpurnar um borð og splæsa alla víra, stroffur og sterta og tog- víra. Þrátt fyrir að handaflið var meira notað við trollið á veiðunum en síðar varð, þá hefur togaramennskan varla ver- ið eins aftaka erfið og hún varð eftir fyrra stríð eða á árunum 1920-30, þegar mesta harkan var hlaupin i sóknina og margur togaraskipstjórinn kunni sér ekkert hóf í vökum og vinnu. Sjómenn þessa tíma voru í leðurstig- vélum og það var aumi fótabúnaðurinn. Þau voru þykk og níðþung og náðu uppá mitt læri og það var ekki hægt að bretta þau niður og við notkun kom á þau beygja við hnéð og menn urðu að smeygja sér í stígvélið í fullri lengd, þar sem ekki var hægt að brjóta það niður. Menn voru ekki til hlaupanna i þessurn stígvélum, en hlupu samt. Þá var og mjög erfitt að þétta þau vel, þau vildu leka með saumum. En það var ekki um það að ræða á togurunum að vera í skinnbrókum. Hlaupin enda á milli urðu fljótlega venja á togurunum. Þar gilti strax að flýta sér við hvað eina svo sem kostur var og þó nokkru nteira. Fæðið á Coot var hið sama og á ensku togurunum, te og brauð standandi á 32 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.