Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 37
og kunni að koma ár sinni fyrir borð, ef fast var undir fótunum. Hann ætlaði sjálfur ekki með, og hvetur hann nú ind- riða ákaflega og frýr honum hugar og brýnir hann, þar til að lndriða rennur í skap og stekkur niður í bátinn og skipar mönnum sínum að ieysa landfestar og gera þeir það. Um leið og báturinn fer frá bryggjunni seilist Indriði til karlsins, nær taki á fæti hans og kippir honum niður í bátinn um leið og lagt er frá. Pegar karlinn kemur undir sig fótun- um ærist hann ákaflega og heimtar að lagt sé að aftur, en Indriði aftekur það og verður hann að ráða, hvernig sem karl ólmast. Hvasst var, þegar út á Flóann kom, og gaf mjög á og liggur undir áföllum, en Indriði siglir sem mest og biður karl hann að vægja, því að hann gerðist hræddur og æðraðist, en lndriði lætur sig ekki að heldur og kemur þar, að karl leggst fyrir og skipar Indriði að breitt sé yfir hann segl og sögðu þá hásetar að karlinn gréti. Þegar breitt hafði verið yfir karlinn, lægði Indriði siglinguna og varðist nú skipið vel eftir það alla leiðina til Reykja- víkur. I’egar komið var að landi í Reykja- vík, skreið karl undan seglinu og faðm- aði nú Indriða að sér og taldi hann sinn lífgjafa. Lét hann þau orð falla, að meðan hann mætti sín einhvers skyldi Indriði leita lil sín, ef hann þyrfti nokkurs með. Indriði Gottsveinsson var þannig að lundarfari, að honum féllu ekki blíðmæli karlsins betur en frýunarorð hans á Akranesi, og snarast hann upp úr bátn- um og segir við karlinn að nú geti hann hirt sitt skip og fengið einhvern annan en sig til að sigla því uppeftir. Bjargaði kútter Geirs l’að var því eitt sinn er Indriði var á útvegi Geirs Zoega, að afspyrnu veður gerir, og óttast Indriði um kútter þann sem hann var á, en sá lá frammi á höfn. Fer hann einn um borð að hyggja að skipinu, en þá slítur það festar og tekur að reka til lands skömmu eftir að Indriði er kominn um borð. Hann nær að koma upp klýfi, og messansegli og tekst að komast frá landi og út fyrir eyjar. Par lætur hann hala frant á og heldur sér við alla nóttina. Um morguninn lægir veðrið og slær hann þá undan og siglir inn í höfnina og upp að Geirsbryggju, jrví að engin legufæri voru eftir um borð. Par höfðu safnazt saman menn, jrví að spurnir höfðu borizt af því, að skipið hefði horfið af læginu, og þótti mönnum sigling þess forvitnileg, þar sem þeir vissu engan mann um borð nema lnd- riða. Þegar Indriði steig á land, var Geir Zoega sjálfur meðal þeirra, sem á bryggj- unni voru. Hann segir: „Varstu sjóveikur, karlinn?“ Indriði anzar þessu engu og þá endur- tók Geir: ,Jú, auðvitað hefurðu verið sjóveikur.“ Svo lagði hann hendur á bak og labb- aði sig upp bryggjuna. Ekki jrakkaði hann Indriða með einu orði afrekið að bjarga þannig skútunni, en þó fannst Indriða meira um þessa kuldalegu spurn en blíðmæli hins, sem fyrr er getið. Óvæginn við útlendingana Pað var skömrnu áður en Indriði hætti skipstjórn, að hann var um tíma fiski- skipstjóri á enskum togara. Af því hefur verið sagt, að hann hafi verið harðjaxl mikill úti í sjó og var mjög misjafnt um vinsældir þeirra skipstjóra. Tveir eða þrír Islendingar voru þarna á vegum Indriða, en að öðru leyti var skipshöfnin brezk og að sögn hinn mesti ruslaralýður. Var mikill kurr í þessum mönnum yfir stjórnsemi Indriða, en svo illa sem slíku fólki mörgu er við að láta skamma sig af samlendum mönnum, fell- ur því hitt miklu verr, að útlendur maður kúski það. Það finna íslendingarnir, að ekki muni mikið þurfa til að þessi rumpulýður um borð geri uppreisn eða fremji einhver ó- hæfuverk. Kurrinn vex eftir því sem á túrinn líður, og það er svo eitt sinn, að það er gert boð fyrir Indriða skipstjóra upp í brú, að eitthvað sé í ólagi í véla- rúmi, og er hann kvaddur þangað til á- lita. Indriði snarast niður, en Islending- ana, sem um borð voru, grunar, að hér sé ekki allt með felldu, því að í vél starfaði svertingi einn, mikill rumur, og hafði hann látið margt ógott orð falla í garð skipstjórans. Þeir halda því í humátt á eftir Indriða, sem var snöggur að venju, og hljóp niður vélarúmsstigann. Nú er sá háttur sjómanna, að jreir ganga afturábak niður stiga alla jafnan, enda eru skipsstigar svo brattir, að það er eðlilegast gangurinn, og gerir Indriði þetta. Þegar íslendingarnir koma að stigaop- inu á eftir Indriða og líta niður sjá þeir, að Indriði er kominn niður neðarlega í stigann, en snýr baki við blámanninum mikla, sem hefur tekið sér stöðu á gólf- inu við stigann, með reidda járnstöng og bíður þess að Indriði komi alla leið niður á gólfið. íslendingarnir reka upp óp, og gerist nú margt í senn. Indriða verður litið um öxl og sér svertingjann með járnstöng- ina, hefur hann þá engar vöflur á en læt- ur sig falla í einu vetvangi niður á gólfið, og hleypur undir blámanninn. Gerðist jretla svo snöggt, að svertingjanum gafst ekki ráðrúm til að neyta stangarinnar og er varbúinn áhlaupinu, en jrví var fast fylgt eftir og féll svertinginn öfugur á glóheita ristina fyrir framan ketilinn. Hann var snöggklæddur eins og menn voru jafnan í ketilrúmum gufuskipanna og brenndist hann strax og rekur upp vein ntikið og var hann óvígur. Var lndriði nú óvæginn við útlending- ana og létu þeir ekki meira á sér kræla. Nú seljum við í dag Saga er af viðskiptaslitum þeirra Ind- riða og Elíasar Stefánssonar: Sumarið mikla, 1919, höfðu þeir félag- ar saltað rnikið. Verðið hækkaði, en Elías vildi ekki selja. Indriði var einn þeirra, sem taldi betri eina kráku i hendi en tvær í skógi og kemur þeim ekki ásamt um þetta, honum og Elíasi. Einn morguninn snarast Indriði, sem annaðist verkstjórnina, inn í skrifstofuna til Elíasar og segir hvasst: „Nú seljum við í dag.“ Elías aftekur það með öllu, segir verðið daghækkandi, og jrað nái engri átt að selja strax. Elías var ágætur maður að allra sögn en talsverð spilanáttúra í hon- um og hafði löngun til sem mestrar á- hættu. Verður þeim félögum nú að orðum og endar það svo, að Elías kaupir þarna í reiði sinni af Indriða allan hans hlut í út- vegi þeirra og síld. Tveim dögurn seinna féll verðið og þarf ekki að rekja hér raunasöguna 1919, það hefur svo víða verið gert, og tapaði Elías öllu sínu, en Indriði fór með gróða - og er þannig oft skammt milli feigs og ófeigs í útgerð. Töggur í þeim gamla Það var eitt sinn við kosningar í Reykjavík, þegar Indriði var orðinn aldr- aður, að hann lætur sér hægt með að kjósa og liggur fyrir um daginn, og hefur yfir sér teppi og hugsar sitt ráð, nema hann hafi verið lasinn, en það er oft um fátalaða menn, að þeir eru ekki að skýra gesti og gangandi frá því, þó að einhver lumpa sé í þeim. Er ekki að orðlengja það, að þegar líð- ur að lokum kosninganna, og llokkarnir herða sóknina birtast tveir ungir menn hjá Indriða. Höfðu þeir uppi tölur mikl- ar, sem því fólki er gjarnt, sem vill leiða annað fólk á kjörstað. Ekki anzaði Ind- riði jreim orði en þeir höfðu ekki lengi talað, þegar gamli maðurinn grýtir af sér ábreiðunni, stekkur fram á gólf, sviptir upp hurðinni og hvessir augun á piltung- ana: „Dyrnar, piltar mínir.“ Hinum ungu mönnum varð svo ntikið um, að þeir gengu orðalaust út, og Ind- riði kaus ekki í jrað sinn, hvað sem vald- ið hefur. Sá varð endir á ævi Indriða, að hann varð fyrir bíl vorið 1944 og komst ekki til ráðs eftir það, heldur dó skönnnu síð- ar. Úr bókinni Kastað í Flóanum. Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.