Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 16
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn sameinast í Fjöltœkniskóla íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhjúpaði sliilti með hinu nýja nafni skólans ogflutti ávarp.Jón B. Stefánsson skólameistari stendur við hlið ráðherra. jöltækniskóli íslands er nafn á nýjum skóla sem varð til við sameiningu Stýrimannskólans og Vélskólans. Fjöl- tækniskóli íslands er framhaldsskóli í einkarekstri á vegum Menntafélagsins ehf. og er til húsa sem fyrr í Sjómanna- skólahúsinu. Námsframboð verður fjöl- þættara en áður og skólinn nú skil- greindur til framtíðar á sviði tækni, véla, siglinga og sjávarútvegs. Tvær nýjar námsbrautir bætast við Skipstjórnarsvið og Vélstjórnarsvið, en það eru Tæknisvið og Sjávarútvegssvið. Nær 300 nemendur stunda nú nám við skólann. Fjöltækniskólinn heldur uppi merkj- unt forvera sinna, Vélskólans og Stýri- mannaskólans og efndi til árlegs kynn- ingardags í Sjómannaskólahúsinu fyrir skömmu. Allt kennsluhúsnæði skólans var opið almenningi þann dag, sem og nýuppgerður turn hússins nteð einstöku útsýni til allra átta. Þar gafst áhugasöm- um gott tækifæri lil að kynna sér fjöl- breytt námsframboð skólans. Nemendur og starfsmenn skólans lögðu mikið á sig við undirbúning og framkvæmd kynn- ingardagsins sem tókst mjög vel í alla staði. Sýnd voru ýmis tæki og vélar sem notað er við kennsluna en þar ber hæst nýju siglinga- og vélahermana en þeir gerðu gestum fært að fylgjast með sigl- ingu inn í höfnina í Gautaborg í Svíþjóð. Kvenfélög skipstjórnarmanna á far- skipum og vélstjóra, Hrönn og Keðjan, buðu rómaðar kaffiveitingar gegn vægu verði í mötuneyti skólans. Skólameistari Fjöltækniskóla íslands er Jón P. Stefánsson. Spáð í vélaraflið á kynningardcginum. 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.