Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 24
Komnir í þurrkví og það er ekkert smátt við þetta skip. grandskoðað og allir gestir tékkaðir. Pað er tekin mynd af þeim og síðan fá þeir lítið kort sem virkar bæði sem herbergis- lykill og aðgangskort að skipinu. Pegar farið er frá borði er því stungið í tölvu við landganginn. Pá kemur upp mynd af viðkomandi og þetta er svo endurtekið þegar komið er til baka. Það kemst því enginn óviðkomandi um borð. - Það er mikil ábyrgð að gegna yfir- mannsstöðu á svona stóru skipi með allan þennan fólksfjölda um borð? - Það er óneitanlega mikil ábyrgð. En ef maður passar bara uppá sjálfan sig þá passar maður uppá annað í leiðinni. Vissulega yrði það meiri skandall ef mað- ur gerði eitthvað af sér þarna heldur en á skipi með níu manna áhöfn! - Eru þetta góðfrí sem þiðfáið inn á milli? - Mjög góð. Við vinnum 14 vikur og fáum 14 vikur í frí. Ég nota fríin einkum til að ferðast og þá helst hér á landi, sér- staklega á sumrin. Kem ailtaf heim tvisvar á ári og þótt ég hafi þvælst um í útlöndum þá finnst mér best að verja frí- unum hér. Næst kem ég heim í vor og á þá frí allt sumarið. Enda búinn að skipu- leggja útilegur, jeppaferðir og gönguferð- ir um landið. Aðspurður um hvort launin séu góð segir Þórður þau alveg viðunandi. Menn fái greitt í dollurum og það sé ekki mjög sterkur gjaldmiðill um þessar mundir. Annars séu kjörin svipuð og hér á ís- lensku skipunum. -Já, ég ætla að vera þarna áfram. Þetta er svo þægilegt að maður getur ekki hugsað sér það betra. Mér hefur alltaf fundist gott að vera á sjó en þarna er veðurblíða, fallegt umhverfi og góð vinna, segir Þórður þegar hann er spurð- ur hvorl framhald verði á þessu starfi hans. Laumuðumst í rauðvín skipstjórans Aður en ég kveð Þórð Þórsson eftir langt spjalla og rnikið kaffi spyr ég hann hvað sé honum minnisstæðast frá sjó- mannsferlinu til þessa. Þórður hugsaði sig urn en sagði svo: - Frá ferlinum heima stendur það helst uppúr að þegar ég var á Gæslunni fór ég áramótatúr á Ægi, man ekki hvaða ár. Þá var erlent flutningsskip á leiðinni til landsins með korn. Skipið fékk á sig brot og komst sjór í lestina. Það kom beiðni um að sækja áhöfnina og þyrlan kom og sótti hana. Skipstjórinn var með konu sína og ungabarn um borð. Við á Ægi vorum sendir að leita að skipinu og fundum það seinnipart dags þann 29. desember minnir mig. Við voru sendir fjórir um borð i skipið sem var mann- laust á siglingu. Þegar við komum um borð sagði vélstjórinn að kerfið hefði al- veg verið að tærnast. Hann fer niður og græjar það sem þurfti að græja þar. Við snerum bara skipinu og tókurn stefnu á Reykjavík og varðskipið fylgdi okkur. Það var greinilegt að fyrst hafði skipið fengið á sig brot að frarnan og formastrið bognað aftur og einhverjar skemmdir urðu á dekkinu. Skipstjórinn hefur þá snúið skipinu undan. Þá hefur það feng- ið brot aftan á sig og hurðir og gluggar farið inn í íbúðina og yfirbygginguna. Sá sjór hafði bara lekið niður á neðsta dekk og þar var niðurfall. Það var svolítill sjór í vélarrúminu sem við dældum út. Á gamlárskvöld fengum við hátíðamatinn sendan yfir frá Ægi í plastdollum. Það er kannski ljótt að segja frá því, en á meðan þeir á Ægi voru að gæða sér áramóta- matnum borðuðum við uppúr plastdöll- unum en laumuðumst í rauðvín skip- stjórans. Við komum fyrir Garðsskaga um miðnætti og það var tilkomumikið að sjá allan Faxaflóann upplýstan af rak- ettum. Við komum til Reykjavíkur á að morgni nýjársdags eftir spennandi túr. Auðvitað fengu einhverjir dollaraglampa í augun af tiihugsuninni um björgunar- launin en þau urðu nú minni en margur ætlaði, sagði Þórður Þórsson og hlær við endurminninguna. 24 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.