Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 15
Fundur sjávarútvegsráðherra heims Átak gegn sjóræningjaveiðum Sjávarútvegsráðherrar heimsins hafa á- kveðið að hefja nýtt alþjóðlegt átak til að berjast gegn ólöglegum veiðum, svokölluðum sjóræningjaveiðum. Þetta var ákveðið á fundi sjávarútvegsráðherra aðildarríkja matvæla og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, laugardaginn 12. mars. Fundinn sátu rúmlega 50 ráðherrar, en alls sátu fund- inn fulltrúar meira en 120 ríkja heims. Fundurinn taldi að timi sé komin til að breyta orðum í athafnir en tvö ár eru síð- an ályktun um ólöglegar veiðar var sam- þykkt í fiskinefnd FAO. Átaks væri þörf í að framfylgja þeim samningum og áætl- unum um sjálfbæra nýtingu sem gerðar hafa verið undanfarna áratugi. í ályktun fundarins er meðal annars hvatt lil þess að ríki sem ekki hafa full- gilt hafréttarsamning Sameinuðu þjóð- anna, samning FAO um framfylgd frá 1993 og úthafsveiðisamninginn frá 1995, geri það. Jafnframt eru fánaríki brýnd til að gefa svæðisbundnum fisk- veiðistofnunum nákvæmmar upplýsingar um veiðar skipa sinna. Þá er hvatl til stóraukinnar alþjóðlegrar samvinnu varðandi eftirlit með veiðum, þar með talið um að koma upp gervihnattaeftir- liti. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sat fundinn. Hann tók undir það að styrkja þyrfti starf svæðisbundinna stjórnunarstofnanna, m.a. varðandi upp- lýsingagjöf og eftirlit. Þá lagði hann á- herslu á að ríki stæðu við skuldbindingar sínar sem fánaríki og hafnríki, og tryggðu að skip fylgi reglum. Hann minnti einnig á að á alþjóðlegum vett- vangi væri nú þegar búið að gera margar mikilvægar samþykktir. Það sem mestu skipti nú væri að koma þessum skuld- bindingum í almenna framkvæmd. Þau tæki sem þyrfti væru til staðar og ríki heims yrðu að starfa saman að því að nýta þau gegn ólöglegum fiskveiðum. Áhrif flóðbylgjunnar miklu í Indlands- hafi á annan jóladag var einnig til um- ræðu á fundi ráðherranna. Rætt var hvernig ætti að aðstoða ríkin í endur- uppbyggingu sjávarútvegs í ríkjunum sem verst urðu út. Samstaða var um að aðstoðin ætti að taka til allra þátta; að hjálpa áfrarn við að endurreisa fiskveiðar og -vinnslu til að tryggja framboð á mat. Þá ætti aðstoðin einnig að taka til grein- ingar, rannsókna, mati á fiskistofnum, og skilvirkrar fiskveiðistjórnunar og þannig stuðla að sjálfbærri þróun í sjávarútvegi ríkjanna. Lögð var áhersla að fiskideild FAO hefði þar grundvallar hlutverki að gegna. Samkeppni í grunnskól nm um sjávarútvegsvef Sjávarútvegsráðuneytið og menntamálaráðuneytið munu standa fyrir samkeppni á þessu skólaári meðal grunnskóla landsins um verkefni sem ber yfirskriftina Sjávarútvegur í fortíð, nútíð og framtíð í tilefni af því að hinn 6. mars voru liðin 100 ár frá því fyrsti íslenski log- arinn, Coot, kom til heimahafnar í Hafnarfirði. Um er að ræða verkefni þar sem nemendur búa til sérstakan sjávarútvegsvef eða vefsvæði á veraldarvefnum um framangreint elni. Verkefnið verður ekki afmarkað frekar og því hafa skólarnir sjálfdæmi um útfærslu þess. Þannig geta skólastjórnendur/kennarar í hverjum skóla ákveðið umfang verkefnisins og hvort það verði unnið af ákveðnum bekkjum, árgöngum eða verði samvinnu- verkefni fleiri aldurshópa. Auðvelt ætti að vera að fella það að markmiðum aðalnámskrár grunnskóla og tengja það ýmsum námsgreinum, einni eða Ileiri, s.s. stærð- fræði, heimilisfræði, íslensku, myndmennt, sögu, líf- fræði eða samfélagsfræði svo eitthvað sé nefnt. Markmiðið með samkeppni af þessu tagi er að auka innsýn skólabarna í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinn- ar, sjávarútveg, og veita þeim um leið tækifæri til að tjá eigin hugmyndir um greinina. Jafnframt er verkefninu ætlað að vekja athygli almennings á sjávarútvegi og víkka þá umræðu sem á sér stað um hana. Ef vel tekst til má ætla að skólarnir geti þróað verkefnið frekar í framtíðinni og jafnvel yfirfært hugmyndir sínar á aðra þætti í skólastarfinu. Gæti það jafnvel orðið grunnur að samvinnuverkefni milli einstakra skóla eða landa. Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú bestu verkefnin og munu verð- launin koma í hlul viðkomandi skóla. Sérstök dómnefnd mun meta verkefnin. Við val á verðlaunaverkefnum verður tekið mið af fram- setningu, hugmyndavinnu, fræðslugildi, efnistökum, heildarsvip og fleiri þáttum. Fulltrúum þeirra skóla sem verða í þrem efstu sætunum verður síðan boðið á sjávarútvegssýninguna í september 2005 þar sem verðlaunin verða afhent. Lína og ábót. Norska 5,5 mm. línan sem er að slá í gegn Skútuvogi 6-104 Reykjavík Sími 553 3311 - Fax 553 3336 www.8jo.is - sjo@sjo.is^^^ Sjómannablaðið Víkingur - 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.