Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 42
Tillaga til þingsályktunar lögð fram Kanna leiðir til að auka fullvinnslu innanlands rír þingmenn Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um leiðir til að auka fullvinnslu á fiski hér- lendis. Fyrsti flutningsmaður er Jón Bjarnason og er tillagan svohljóðandi: Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráð- herra að kanna orsakir mikils útflutnings á óunnum fiski á fiskmarkaði erlendis og mögulegar leiðir til að draga úr honum og auka í staðinn fullvinnslu innan lands. Ráðherra birti Alþingi niðurstöður sínar og tillögur eins fljótt og unnt er. í greinargerð með tillögunni segir meðal annars: Útflutningur á óunnum fiski í gámum á fiskmarkaði erlendis hef- ur aukist frá árinu 2002 úr rúmlega 21 þúsund tonni í tæplega 36 þúsund tonn á síðasta ári. Útflutningur þessi hefur verulega neikvæð áhrif á þjóðarbúið enda ljóst að unnt væri að auka útflutn- ingsverðmæti þessa afla umtalsvert ef hann væri unninn hér á landi. Hráefnis- skortur er viðvarandi vandamál í ís- lenskri fiskvinnslu, ekki síst hjá þeim fyrirtækjum sem reka fiskvinnslu án út- gerðar og treysta því algjörlega á nægt framboð af fiski á íslenskum fiskmörkuð- um. Þegar fiskur er fluttur óunninn á fiskmarkaði erlendis hafa íslenskir fisk- verkendur enga möguleika til að bjóða í hann. Segja má að jafnræði íslenskra fiskkaupenda gagnvart erlendum fisk- kaupendum, sem og samkeppnisstaða þeirra, sé skert að þessu leyti. I’egar út- flutningur á óunnum fiski er orðinn eins mikill og raun ber vitni hefur hann mjög neikvæð áhrif á möguleika fiskvinnslu- fyrirtækja til viðgangs og vaxtar. Þetta er sérstaklega bagalegt í því ljósi að virðis- auki í vinnslu sjávarafurða hefur verið með mesta móti hjá þeim fyrirtækjum sem stunda fiskvinnslu án útgerðar auk þess sem þessi fyrirtæki hafa í mörgum tilvikum verið í fararbroddi við að vinna nýja markaði fyrir hágæða íslenskan fisk í hæsta verðflokki. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst því að nú standi yfir heildarendurskoðun á lög- um nr. 123/1989, um uppboðsmarkað fyrir sjávaraíla, og að ætlunin sé að leggja fram frumvarp til nýrra laga á þessu þingi. Nauðsynlegt er að við þá vinnu verði sérstaklega hugað að því hvernig styrkja megi íslenska fiskmark- aði í samkeppni þeirra um fisk við er- lenda fiskmarkaði þannig að þeir fái að fullu notið þess forskots sem fylgir ná- lægð við fiskimiðin og útgerðarfyrirtæk- in. Þáttur í þessari þingályktunartillögu er að beina því til sjávarútvegsráðherra að hugað verði að þessum atriðum við frumvarpsvinnuna. íslenskur fiskmarkaður hefur verið í mikilli framþróun á síðustu árum. Með upptöku fullkomins uppboðskerfis er nú unnt að stunda viðskipti á honum með hjálp netsins, hvar sem er i heiminum. Þannig standa kaupendur erlcndis jafn- fætis öðrum þegar uppboð fara fram. Er það álit flutningsmanna þessarar þingsá- lyktunartillögu að eðlilegast væri að allur sá fiskur sem nú er fluttur á erlenda fisk- markaði færi þess í stað á íslenskan fisk- markað enda væru möguleikar erlendra fiskkaupenda til að bjóða í og kaupa ís- lenskan fisk og flytja hann út óunninn til vinnslu eða sölu ekki skertir. Hins vegar hefðu íslenskir fiskkaupendur þá alltaf möguleika á að bjóða í fiskinn í sam- keppni við aðra. Ótvírætt er að það þjónar hagsmunum íslendinga að sem mest af þeim fiski sem veiddur er hér við land sé jafnframl unn- inn hér á landi. Alþingi og stjórnvöldum ber að haga lögum og reglum þannig að jafnræði og samkeppnisstaða íslenskra fiskverkenda sé trygg til að svo geti orðið. Samherji Sjómenn samþykktu samning um hafnarfrí Samningar milli Sjómannafélags Eyjafjarðar og Félags skipstjórnar- manna annars vegar og Samherja hf. hins vegar, um breytt fyrirkomulag á hafnarfrium, hafa nú verið samþykktir af áhöfnum skipanna þriggja. ísfisk- togararnir þrír eru Björgúlfur EA, Björgvin EA og Akureyrin EA og greiddi meirihluti skipverjanna at- kvæði með samningunum, sem undir- ritaðir voru af forsvarsmönnum félag- anna 8.mars sl. með fyrirvara um sam- þykki skipverja. Samningarnir eru fyrstu sinnar tegund- ar hérlendis og gilda í eitt ár. Þeir eru byggðir á hugmyndum sem skipverjar skipanna þriggja lögðu fram og eru að- eins mismunandi milli skipanna. í samningunum er m.a. innivera skipanna lágmörkuð en á móti er skipverjum tryggður ákveðinn fjöldi frídaga á hverju 30 daga úthaldi og um jól og áramót. Tilefni samninganna var nýtt ákvæði í kjarasamningi sjómanna og útvegs- manna frá því fyrir áramót og snýr að hafnarfríum. Róðrarmynstur togara hefur gjörbreyst frá því sem áður var þvi nú er mun meiri áhersla lögð á ferskleika, sem þýðir að flestar veiði- ferðir eru mun styttri en áður. Með þessum samningum eru Samherji og sjómenn félagsins að færa sig nær nú- tímanum, báðum aðilum til hagsbóta. 42 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.