Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 33
borðum á nóttum, grautur í morgunsárið, kjöt um hádegið og soðning um kvöldið. Af skipverjum á Coot urðu þeir mikil- vægastir í togarasögunni fyrstu togaravél- stjórarnir, Ólafur á Laugalandi og Guð- bjartur Guðbjartsson; þá voru þar þekktir skipstjórnarmenn, svo sem Jón Jóhannes- son og Guðbjartur Jóakim og margir há- setanna urðu netamenn á togurunum sem komu 1907 og árin þar á eftir. Afkoma Coot-útgerðarinnar Ársúthald Coots fyrsta árið (1905) var 29 vikur. Fiskatalan: Þorskur 51 þús., smáfiskur 73 þús., ýsa 34 þús., langa 300, tros 3200, lifur 105 tunnur. Greidd- ur var 10% arður hluthöfum. Cootverjar höfðu sannað strax á fyrsta ári að hægt var að reka með ágóða togara frá íslandi með því að salta af honum fiskinn. Næsta ár, 1906, voru veiðar hafnar í marz og gengu vel þrátt fyrir ótíð og varð þetta bezta ár Cootútgerðarinnar. Úthald- ið var 24 vikur. Fiskatala: Þorskur 103 þús., smáfiskur 56100, ýsa 53100, langa 200, heilagfiski 500, ekkert tros, lifur 209 tunnur. 1 fórum Indriða skipstjóra var rekstrar- reikningur Coots fyrir árið 1906 og einnig birtir Bjarni Sæmundsson þennan ársreikning í Fiskirannsóknum 1907. Þetta er skattuppgjör og á þeim reikningi færðir 6% vexlir af 42 þúsund króna kaupverði, sem þá hefur verið það kaup- verð, sem Faxaflóafélagið hefur reiknað sér skipið á, og hefur viðbótin 7 þús. krónur verið nýtt spil, sem lagzt hefur við virðingarverð skipsins og upphaflega kaupverðið kr. 35 þúsund. Þessi vaxta- upphæð lil gjalda, er kr. 2520,-. Þá er og einnig í skattuppgjörinu reiknuð 5% af- skrift af 70 þús. krónum svarandi til verðs á nýju skipi og sú upphæð leggur sig á 3500 kr. Einnig munar nokkrum krónurn í færslum sumra liða og heildar- gjaldamunur þessara reikninga er kr. 6020,-. Tekjuafgangur var kr. 9.162,51, eða tæp 23%, en þá er eftir sem fyrr er gelið að reikna vexti af höfuðstól og fyrningu. Björn segir að greiddur hafi verið 15% arður en Indriði hafði skrifað hjá sér 17%. Árið 1907 gekk Coot vel, nema útgerð- in varð fyrir því skakkafalli, að flutninga- skip með mikinn fisk af Coot fórst á leið út og var farmurinn lágt vátryggður. Uthaldstími þetta ár var 27 vikur. Fi- skatala: Þorskur 78 þús., smáfiskur 58 þús., ýsa 25 þús., langa 800, heilagfiski 300, trosfiski 1100 og lifur 116 tunnur. Tekjur voru 58.476,43 en gjöld kr. 53.484,08 og tekjuafgangur 4.992,35. Isafold skrifar unt togarana, sem nú voru orðnir fjórir, - Coot, Forsetinn, iilarzinn og Snorri Sturluson (Milljónafé- ktgið), - og segir að reksturinn gangi „bezt hjá Coot“. Næsta ár gerist svo Árni Eiríksson framkvæmdastjóri Cootútgerðarinnar. Árið 1908 var úthaldstími Coots 30 vikur, þorskatala 81568, smáfiskur 62330, ýsa 37091, langa 617, heilagfiski 453, tros 3378 og lifur 137 tunnur. Ekki er annað að ætla, þótt enginn hafi fundizt reikningurinn, að útkoman hafi verið allgóð þetta ár eins og hin, ekki lakari að minnsta kosti af aflatölunum að dæma. En í desemberhefti Ægis 1908 má lesa svofellda frétt: Botnvörpungurinn Coot strandar. Hinn 14. þ.m. lagði botnvörpuskipið Coot af stað frá Reykjavík áleiðis til Hafnarfjarðar með fiskisskútuna Kópa- nes í eftirdragi. Átti hún að fara í vetr- arlægi í Hafnarfjörð. En svo óheppilega tókst til, er skipin voru kornin suður á Hafnarfjörð utanverðan, að Kópanesið slitnaði aftanúr, en strengslitrin flækt- ust í skrúfunni á Coot. Straumur var nokkur og bæði skipin ósjálfbjarga. Rak bæði í land við Keilisnes seint um kvöldið, en mannbjörg varð. Haldið er að bæði skipin verði að algeru strandi. Og það varð. Coot var seldur sem strandgóss 8. jan. 1909 á 1479 kr. Fisk- veiðahlutafélagi Faxaflóa var slitið strax 30. janúar 1909 og strikað út úr firmaskrá. Indriði var ekki með skipið á örlaga- siglingu þess, hvernig sem á því hefur staðið, hann var enn skipstjórinn, - og hann hefur síðast að segja um Cootút- gerðina: „[Fjélagsmenn fengu endurgreitt nær allt hlutaféð, sem þeir höfðu lagl fram í upphafi." Björn segir afturámóti að það hafi allir fengið sitt og vel það. Á Sjóminjasafninu í Hafnarfirði má sjá ketilinn úr Coot. SKIPSTJÓRAR II ÚTGERÐARMENN Ef til hafnar skal haldiö . . . . . . bjóða HAFNIR ÍSAFJARÐARBÆJAR upp á alhliða þjónustu fyrir skip og báta. í ísafjarðarbæ eru fjórar hafnir er veita góða þjónustu, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og á ísafirði. ísafjörður Suðureyri Flateyri B 456 3295 & 862 1877 B 456 6125 & 864 0325 S 456 7766 & 864 0345 Fax: 456 4523 Fax: 456 6124 Fax: 456 7821 Þingeyri S 456 8321 & 894 8823 Fax: 456 8445 SKEIFAN 3E-F - 108 REYKJAVIK SlMI 581 2333 / 581 2415 RAFVER@RAFVER.IS - WWW.RAFVER.IS 33 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.