Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Qupperneq 45
Það er margt hægt að gera sér til skemmtunar í Mexíkó. Beint flug til Mexíkó Frábært tilboð fyrir sjómenn Ferðaskrifstofan Trans-Atlantic var stofnuð á haustmánuðum í fyrra og er með aðsetur á Akureyri. Ferðaskrif- stofan bryddar upp á ýmsum nýjungum og það vekur athygli að hún býður sjó- mönnum sérstakan afslátt í beinu flugi til Mexíkó. Ómar R. Banine hjá Trans-Atl- antic var spurður hvers vegna sjómenn nytu sérstakra kjara á ferðum til Mexíkó. - Það er vegna þess að við erum stað- sett hér í einum mesta útgerðarbæ lands- ins og viljum láta það koma fram með þessum hætti. Við bjóðum sjómönnum og fjölskyldum þeirra alls staðar að af landinu frábær kjör í þessar ferðir til Mexíkó. Um verulegan afslátt er að ræða eða sem nemur 15 þúsund krónum á mann 12 ára og eldri. Fyrir börn á aldrinum 2-11 ára er að jafnaði greitt helmingur á við fullorðna. Tveggja vikna ferð með gistingu í tveggja manna strandhúsi kostar rúmar 100.000 krónur, með gistingu á þriggja stjörnu hóteli frá tæpum 98 þúsundum og fjög- urra til fimm stjörnu hótel með öllu inniföldu eru frá 128 þúsundum í tveggja manna herbergi. Fyrir 4ja manna fjölskyldu með börn yngri en 12 ára get- ur meðalkostnaður verið rétt rúmlega 100, 000 kr. Þá er ég að tala um 14 daga ferð þar sem allt er innifalið, flug, gist- ing, allir drykkir, allt fæði og skemmti- og afþreyingardagskrá allan daginn og öll kvöld. Ferðirnar eru sem sagt til Mexíkó nánar tiltekið á Yucatan skagann í SA- hluta Mexíkó. Farið er til bæjarins Playa Del Carmen sem er á Riviera Maya sem er ein allra fallegasta strandlengjan í Karabíska hafinu. Fyrsta brottför er 25. maí, en reyndar er uppselt í hana. Síðan eru ferðir 8. júní enn laust og 22. júní, sagði Ómar. Hann hvetur alla sjómenn til að hafa samband hið fyrsta og kynna sér þau vildarkjör sem þeim standa til boða í ferðir Trans-Atlantic. Einnig býður Trans Atlantic uppá 3ja landa ævintýraferð til Mexico-Guatemala og Belize. Þar kynnist fólk framandi menningu Maya indíána, regnskógum og fjölbreyttu dýralifi á landi sem í sjó. Gaman er að rölta milli þröngra stræta bæjanna, kynnast seiðandi mörkuðum Maya og hverfa aftur í tíma og rúmi. Sjá nánari upplýsingar á www.transat- lantic.is sími 5888900 Ryðfríir stálbarkar Barkasuða Cuðmundar ehf. Vesjurvör 27 • 200 Kópavogur Símí: |64 3338 • Fax: 554 4220 896 4964 • 898 2773 Kt. 621297 2529 fyrir Hitaveitur • Pústkerfi • Vatnsla Olíulagnir • Frystikerfi • Loftlagnir Viðgerðir og smíði á þenslumúffum Sjómannablaðið Víkingur - 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.