Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 34
Sigling um Netið í umsjón Hilmars Snorrasonar Nú er sólin farin að hækka á lofti en það ætti þó ekki að draga okkur frá afþrey- ingu við að skoða áhugaverðar heimasíð- ur sem jafnframt geta stytt okkur stund- irnar á frívaktinni. Að þessu sinni eru margar mjög spennandi heimasíður sem ferð okkar er heitið til að þessu sinni og það sem meira er að allar eru þær erlend- ar. Fyrsta viðkoma okkar er ekki 1 smærri kantinum og að minu mati ein af merki- legri heimasíðum sem ég hef heimsótt. Síðan Auke Visse um risaoliuskip á slóð- inni http://supertankers.topcities.com/ er hrein snilld fyrir skipaáhugamenn. Reyndar er þetta önnur síða þessa manns sem ég hef fjallað um hér á undanförn- um árum. Síðan er með upplýsingum um stærstu skip veraldar og hefur hann unnið gríðarlegt verk með þessari heima- síðu. Þar má finna í stafrófsröð alla ris- ana og skoða myndir af þeim. Full siða af ótrúlega miklum fróðleik sem enginn lætur fram hjá sér fara. Ef einhvern vantar vinnu á sjó og getur sætt sig við að fá engin laun og þurfa einnig að borga ferðir fram og til baka til vinnustaðarins getur sá litið inn á síðuna www.logoshope.org/ þar sem slík störf eru í boði. Skipið sem hér um ræðir er okkur íslendingum ekki ókunnugt en það hét lengi Norröna og sigldi milli Færeyja og Islands um áratuga bil. Nú hefur skipið fengið nýtt nafn Logos Flope og hlutverkið er boðskapur trúar. Ég ætla ekki að segja mikið meira heldur hvet ykkur til að skoða síðuna. Fyrir þá sem muna gömlu tímanna þegar ekki var verið að sigla í stífum á- ætlunarsiglingum og hið ljúfa líf í al- gleymingi ættu að fara á síðuna um skip- ið Mörtu á slóðinni www.ss-martha.dk/. Fetta er reyndar heimasíða fyrir gaman- myndina s.s. Martha en þetta skip er orðin þjóðsaga meðal kaupskipasjó- manna um heim allan. Á þessu skipi var matseðillinn hreint ótrúlegur og gengur myndin út á hversu vel hægt að láta sér líða á sjó ef maturinn er góður. Þessi mynd er sannarlega peningana virði og hana má fá bæði á myndbandi eða á DVD. Þar sem við höfum verið að halda til í umhverfi gamalla skipa held ég að við skiljum ekki United States útundan. Mjög áhugaverð síða um skipið er að finna á slóðinni http://www.ss-united- states.com/ en þetta skip var það síðasta í raðsmiðaverkefni Bandaríkjamanna frá síðari heimstyrjöldinni þar sem meðal annars Liberty og Victory skipin til- heyrðu. Nú ætlum við að skoða skip frá öðrum heimshluta en ég verð að segja að ég eyddi löngum tíma í að skoða næstu síðu. Hún er myndasíða kínverskra skipa og er slóðin http://www.rosenkranz-shipphotos.de/ Þótt opnunarsíðan sé ekki neitt sérstak- lega aðlaðandi er hún þó full af áhuga- verðum leiðum til að skoða skipamyndir. Ef þið eruð að leita að áhugaverðum skráningarfána, orðabók sjómannahug- taka eða bara helstu frétta í siglingaheim- inum þá eru gulu síður siglinga á slóð- inni www.infomarine.gr/ einmitt síðan fyrir ykkur. Þessi siða er ein af þeim sem þarfnast nokkurs tíma til að fara í gegn- um en hún er þess fyllilega virði. Ef ykkur finnst orðabókin á fyrri slóð ekki vera nægjanlega góð fyrir ykkur þá er aðra að finna á slóðinni www.m-i- link.com/dictionary/default.asp sem kemur að mjög góðum notum. Nú er bara að rifja upp hvaða orð þið hafið ver- ið að bögglast með án þess að vita hvað þau merkja og leiða allan sannleikann í ljós. Einhver flottasta uppsetning á heima- KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 fyrir gufukatla 34 - Sjómannablaðið Vikingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.