Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 10
Norrœn Ljósmyndakeppni sjómanna fór fram í fyrsta sinn á íslandi Sænskur í framhaldi af úrslitum í Ljósmynda- keppni sjómanna í febrúar sem Víkingur efndi til var haldin Norræn ljósmynda- keppni sjómanna í Reykjavík í fyrsta sinn. Víkingur varð aðili að þessari sam- norrænu keppni þegar blaðið byrjaði með Ljósmyndakeppni sjómanna hér á landi og myndir úr þeirri keppni hafa síðan tekið þátt í samnorrænu keppninni sem haldin hefur verið frá árinu 1989. Dómarar frá Norðurlöndum komu hing- að með myndir frá þátttakendum í sínum löndum og síðan bættust íslensku mynd- irnar við. Hilmar Snorrason var sem fyrr fulltrúi íslands i dómarahópnum og skipulagði undirbúning keppninnar hér. Guðmundur Hallvarðsson alþingismaður og formaður Sjómannadagsráðs útvegaði dómnefnd góðfúslega aðstöðu til starfa og bauð auk þess til skoðunarferðar um Hrafnistu DAS og til miðdegisverðar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra stóð fyrir móttöku fyrir nefndina. Þess- um heiðursmönnum eru færðar bestu þakkir fyrir drengilega aðstoð við fram- kvæmd keppninnar. Hér birtum við sig- urmyndina en fleiri verðlaunamyndir verða birtar í næsta blaði. Niðurstaða dómnefndar Norrænu keppninnar: 1. Svíþjóð. Myndin „Flaggskydd", eftir Jörgen Spráng matsvein á tankskipinu Bit Oktania. (Það var kannski tilviljun að þetta skip var í höfn í Reykjavík þennan sama dag!) 2. Sviþjóð. „Batsman Rommel og motorman Ariel, overhaling av PV- ventiler“ - ljósmynd eftir David Jöns- matsveinn sigraði Dómnefndin í vetrarsólinni í Reykjavík. Frd vinstri: ArneJörgensen Danmörku, Torbjörn Dalnas, Svíþjóð Anja Moberg, Svíþjóð, Sirpa Kittila, Finnlandi, Erling Isaksen Noregi og Hilm- ar Snorrason. Norrœna verðlaunamyndin Flaggskydd son skipstjóra á m/t Linnea (skipið er norskt). 3. ísland. „Hlöðver Steingrímsson gefur ufsa merki hvert á að fara niður í mót- tökuna" - ljósmynd eftir Þorgeir Bald- ursson háseta á Sólbak EA. 4. ísland. „Á leið til aðstoðar" - ljósmynd eftir Guðmund Birki Agnarsson yfir- stýrimann á skólaskipinu Sæbjörgu. 5. Finnland. „Vinteren ar har“ - ljós- mynd eftir Seppo Nousiainen kokk- meistara á Silja Europa. Heiðursverðlaun Finland. „Folke Scott-ventilen spolas" - ljósmynd Ilkka Tuomaala á ms. Birka Trader. 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.