Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 11
> Öðimi kemui- til Reykjavíkur ífyrsta sinn. Landhelgisgœslan Afmæli Óðins ann 27. janúar voru liðin 45 ár síðan Eiríkur Kristófersson skipherra sigldi varðskipinu Óðni inn í Reykjavíkurhöfn. Fjöldi manns fagnaði komu þessa nýja og fullkomna skips Landhelgisgæslunnar, fán- ar blöktu við hún og helstu ráðamenn þjóð- arinnar voru viðstaddir. Óðinn var smíðað- ur í Alaborg í Danmörku og þegar skipið kom til íslands var það talið eitt fullkomn- asta björgunarskip á norðurslóðum með 2 aðalvélar og 18 sjómílna ganghraða. Halldór Nellett skipherra á varðskipinu Ægi hefur farið í gegnum skýrslur um borð í Óðni og tekið sainan björgunarsögu hans frá janúar 1960 - janúar 2005. har kemur meðal annars fram að Óðinn hefur 197 sinnunt dregið skip til lands eða í landvar vegna bilana, veiðarfæra í skrúfu eða elds- voða um borð og 14 sinnum hefur Óðinn dregið flutninga- og fiskiskip úr strandi. Pá hefur áhöfn Óðins þrisvar sinnum bjargað áhöfnum strandaðra skipa og tvisvar sinn- um bjargað áhöfnum sökkvandi skipa. Varðandi almenn löggæslustörf má geta þess að Óðinn tók þátt í öllum þorskastríð- unum. I febrúar 1968 geysaði fárviðri um mest allt land. Verst var veðrið á Vestfjörðum. Þar var ofsaveður með mikilli ísingu en á- höfn Óðins var þá við gæslustörf á ísafjarð- ardjúpi. í þessu fárviðri fórust 3 skip í Djúpinu með miklum mannssköðum. Varðskipið Týr. Ljósm.Jón Kr. Friðgcirsson. Fiskiskipið Heiðrún frá Bolungarvík fórst með allri áhöfn. Breski togarinn Ross Cleveland sökk þar einnig. Bæði skipin fórust vegna yfirísingar en Óðni tókst að bjarga áhöfn breska togarans Notts County sem strandaði við Snæfjallaströnd. Einn maður var látinn um borð í Notts County þegar varðskipsmönnum tókst að komast um borð. Á Ross Cleveland fórust allir utan oglys 1 sem komst í land á gúmbát við illan leik. Eins og áður segir var mikil ising á þessum slóðurn en áhöfninni á Óðni tókst með þrautseigju og nær stanslausum ísbamingi að halda skipinu á réttum kili. Óðinn hefur lítið verið gerður út undan- farið. Skipið er þó enn í nokkuð góðu ásig- komulagi miðað við „aldur og fyrri störf“ og með gilt haffærisskirteini. Hlutverk skipsins hefur verið að fylla skarð varðskip- anna Týs og Ægis þegar þau fara í slipp eða endurbætur em gerðar á þeim. Ráðgert er að Óðinn verði gerður út a.m.k. næstu 2 sumur, í 4-5 mánuði, en þá er fyrirhugað að gera miklar endurbætur á Tý og Ægi. Týr 30 ára Flaggskip Landhelgisgæslunnar, varðskip- ið Týr, er 30 ára um þessar mundir og héldu starfsmenn Gæslunnar uppá afmælið þann 18. mars. Sigurður Steinar Ketilsson skiphetra segir Tý vera happaskip og reynst vel allan þennan tíma. Það hafi fýlgt skip- inu frá fyrstu tíð að þar sé valinn maður í hverju rúmi og margir í áhöfn verið lengi við störf hjá Landhelgisgæslunni. Skipið kom til Reykjavikur í fyrsta sinn 24. mars 1975. Það fór síðan í sína fyrstu ferð til björgunar- og gæslustarfa frá Reykjavik 29. mars undir stjóm Guðmundar Kæmested skipherra. Þriðja varðskip Gæslunnar, Ægir, er orðið 37 ára. Sjómannablaðið Víkingur - 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.