Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Síða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Síða 22
Okkar maður uppábúinn á leið í kokkteil skipstjórans. - Hvernig er að leggja að á svona stóru skipi? - Pað er lygilega einfalt. Við erum með fjórar bógskrúfur og er hver þeirra fjögur þúsund hestðfl. Svo erum við með þrjár skrúfur að aftan og tvær þeirra eru með búnað sem gerir kleift að snúa 360 gráð- ur og það er hægt að sigla þessu skipi um fimm mílur út af þeim. Það er gífur- legur kraftur sem við höfum með þeim. í hverri skrúfu getum við náð fram 18 megavöttum. Þetta eru eins og litlir flug- vélahreyflar sem hanga neðan úr skipinu og inn í þeim er rafmótor. Það fer bara eftir þvi hvað við erum við margar vélar í gangi hvað við fáum mikið afl. Veðurspá ársins í einni setningu - Þú kemur þarna út með þá menntun sem þúfékkst í skólanum hér heima. Dugði hún eða þurftir þú að hœta einhverju við þig áður en þú gastfarið að vinna? - Menntunin hér heima dugði alveg og prófin frá Stýrimannaskólanum voru tek- in fullgild. Hins vegar er Royal Caribbe- an með mikið af námskeiðum. Ég fór til dæmis á námskeið þar sem fjallað var um liðsvinnu í brúnni, enda er brúin mjög tækni- og tækjavædd og sérstakt námskeið haldið um hvernig á að vinna með öllu þessi tæki og hvernig mann- skapurinn þar vinnur sem ein heild. Svo fór ég á námskeið um meðferð á siglinga- tölvunni um borð. Einnig er boðið uppá alls konar önnur námskeið svo menn geti haldið áfram að auka þekkingu sina og kunnáttu. - Hvemig er samsetning áhafnarinnar, það er að segja sjómannanna? - Allir hásetarnir eru Filippseyingar og þeir eru mjög góðir sjómenn. í brúnni erum við með Svía, Ástrala, Kanada- menn, Færeyingur er yfirstýrimaður og skipstjórar eru norskir. Þetta er auðvilað Mynd af skipinu tekin i Curasao. gömul norsk útgerð og skipstjórar hafa því verið norskir en þetta er aðeins að breytast. Norðmennirnir eru margir orðnir rosknir en það kemur mikið af yngri mönnum frá Kanada og Norður- löndum. Þá var Argentínumaður skip- stjóri hjá okkur í fyrravor. Við vorum þrír íslendingar hjá Royal Caribbean, en einn er farinn yfir til Norwegian Cru- seline svo við erum tveir eftir. Ég var annar í röðinni að byrja hér. Jakob Jóns- son sem er núna farinn yfir á Voyiger of The Seas, byrjaði rétt á eftir mér. Sá sem var fyrstur heitir Þorsteinn Andrésson og við Jakob fengum báðir vinnuna í gegn- um hann. Ég er búinn að þekkja Þor- stein síðan við vorum í barnaskóla. - Gerir óveður á ykkar siglingaleiðum? - Fellibylirnir koma yfir á haustin og við reynum að forðast þá eins og heitan eldinn því það vill enginn kaupa sér sigl- ingu til þess að lenda svo í stormum og stórsjóum. Það hefur gengið mjög vel. Annars er austan staðvindur þarna í kringum 15 hnúta allan ársins hring. Maður getur þess vegna prentað út veð- urspá fyrir allt árið í einni setningu. Það er austan 14 til 15 og skúr í grennd. Þetta er þægilegt veður allt árið, hitinn vanalega um 30 gráður. - Það er væntanlega góður aðbúnaður um horð? - Hann er mjög góður og gríðarlega mikið gert fyrir áhöfnina sem hefur sér- staka aðstöðu fyrir sig. Þar eru tveir bar- ir, diskótek, líkamsrækt, internetkaffi og einn maður hefur þann eina starfa að hafa ofan af fyrir okkur. Það eru haldin bingó, spilakvöld og veislur. Það er farið með okkur í alls konar ferðir, leigðir bátar til að fara með okkur í siglingu og svo erum við nokkrir sem förum oft saman að kafa. Já, það er mjög vel búið að okkur og alltaf hægt að hafa nóg fyrir stafni. - Er mikil stéttaskíptíng um horð? -Já, óneitanlega er hún nokkur. Það eru tvö dekk undir áhöfnina og mjög lít- ill samgangur milli efra og neðra dekks- ins. Á neðra dekkinu er mikið af fólki frá eyjunum þarna í kring sem vinnur við þrif og annað slíkt og það er mikið útaf fyrir sig. Hins vegar er meiri samgangur milli okkar í brúnni og hásetanna. Þetta er kannski útaf deildaskiptingunni um borð, fólk heldur sig með sínum vinnufé- lögum sem tilheyra sömu deild. Þetta er svo stór hópur sem vinnur þarna um borð, um 1200 manns. Það þyrmdi eigin- lega yfir mann þegar maður kom þarna fyrst, bæði stærðin á skipin og fjöldinn í áhöfn og ennþá er það þannig að mér finnst ég varla vera um borð í skipi. Skipið er 15 hæðir og brúin er á 10. dekki. Ellefta dekkið er stærsta heila dekkið. Upp á 15. hæð er bara ein lítil kapella sem er notuð við giftingar, jarð- arfarir og svoleiðis. Það er flest sem kem- 22 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.