Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Page 25
A/ starfi Rannsóknarnefndar sjóslysa Þrír skipverjar hætt komnir víð sjósetningu á léttbát ann 18. apríl 2004 var Snorri Sturlu- son VE 28 utan við Vestmannaeyjar. Veður: Logn, heiðskírt og sjávarhiti 7,7°. Fyrr um daginn hafði verið látið reka sunnan við Vestmannaeyjar og unnið við þrif eftir veiðiferð. Um hádegi voru skip- verjar ferjaðir í land. Seinna um daginn var haldið upp undir Ystaklett til að ferja einn skipverja til viðbótar í land. Þegar skipið var á um 5 hnúta ferð fóru bátsverjar í bátinn og formaður hans gaf skipun að slaka niður með síðunni. Hann gangsetti vélina og reyndi að kúpla að skrúfu en það tókst ekki áður en báturinn snerti hafflötinn. Bátinn rak hratt aftur rneð síðunni og aftur fyrir skipið án þess að það tækist að losa krókinn, þó slakað væri viðstöðulaust. Þegar gilsinn þraut hvolfdi bátnum og bátsverjar lentu í sjón- um en báturinn dróst áfram með skipinu. Skipstjóri heyrði köll aftur á skipinu og sá hvar mennirnir flutu í sjónum. Hann stöðvaði skipið og snéri því til þeirra og kallaði út skipverja auk þess að óska eftir aðstoð úr landi. Björgunarbátur var sendur úr Vest- mannaeyjahöfn og náði hann mönnun- um úr sjónum við skipssíðuna. Einn fór þaðan um borð í skipið aftur en hinir voru fluttir til lands þar sem annar þeirra var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Við rannsókn kom fram: * að langlína var ekki notuð við sjósetn- ingu bátsins. Línan hafði verið fjar- lægð síðast þegar skipið var málað og ekki sett upp aftur. Fram kom að við- komandi bátsformaður notaði aldrei langlínu við sjósetningu er hann var við stjórn hans en einhverjir aðrir notuðu hana; • að sögn skipstjóra var venja að hann eða yfirstýrimaður heimilaði sjósetn- ingu, svo var ekki i þetta skipti; • að bátsformaður hugðist sigla samsíða skipinu meðan verið var að húkka gilsinu úr sylgjunni, eins og hann var vanur; • að spilmaður stóð við stjórntækin á krananum og hann sá ekki bátinn eftir að hann hvarf niður með síðunni. Hann varð því ekki meðvitaður um vandræðin fyrr en um seinan; • að enginn skipverji var á lunningu til að segja spilmanni til þrátt fyrir venju þar um ; • að engar skriflegar vinnureglur eru um notkun og meðferð léttbáts og ó- ljóst var um munnleg fyrirmæli; • að engar árar voru tiltækar til að róa bátnum • að léttbáturinn var óskemmdur en eldsneytistankur hans tapaðist. Nefndarálit Meginorsök óhappsins var að ekki var notuð langlína við sjósetningu bátsins. Meðvirkandi þætlir voru skortur á verk- lagsreglum um sjósetningu léttbáta og sjálfsagða tilsögn um hífinguna. Sérstakar ábendingar: Nefndin bendir á að þau slys sem borist hafa nefndinni vegna sjósetningu léttbáta eiga öll það sameiginlegt að ekki voru notaðar langlinur. Áréttar nefndin sjómenn á mikilvægi langlínu við sjó- setningu. Með notkun langlinu í umræddu til- viki hefði báturinn haldist við síðuna á sömu ferð og skipið þrátt fyrir að báts- stjóranum tækist ekki að setja skrúfuna á. Þá hefðu skipverjar og geta losað gils- krókinn án teljandi hættu. Nefndin bendir á að Siglingastofnun íslands hefur, í tengslum við langtímaá- ætlun í öryggismálum sjómanna, gefið út ítarlegt fræðsluefni m.a. um sjósetningu léttbáta. Mikilvægt er að sjómenn kynni sér þetta efni og hafi það til hliðsjónar við gerð verklagsreglna um alla meðferð léttbáta. Tillögur x öryggisátt í ljósi tíðra óhappa í meðförum létt- báta telur nefndin ástæðu til að ítreka (sjá mál nr. 009/04) eftirfarandi tillögur í öryggisátt: 1. Að námskeið fyrir skipverja sem ann- ast og meðhöndla léttbáta verði skyld- uð. 2. Að skriflegar verklagsreglur um sjó- setningu léttbáta verði til í öllum skipum sem búin eru slíkum bátum. Snorri Stuiiuson VE 28. Ljóstn. Þorgeir Baldursson. Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.