Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 26
Hilmar Snorrason skipstjóri lUtan úr heimi Flóðbylgjan mikla Það fór ekki framhjá nokkurri manneskju hér á landi þær óg- urlegu hörmungar sem flóðbylgjan olli á Indlandshafi. Mikill fjöldi fiskimanna á litlum fiskiskipum fórust um allt Indlandshaf þegar bylgjan reis skyndilega eftir neðansjávarjarðskálfta. Ein- ungis eitt kaupskip varð fórnarlamb þessa miklu náttúruham- fara. Sementsáutningaskipinu Sinar Andalas, sem var 6.700 tonn að burðargetu, hvolfdi undan eyjunni Lhoknga á Sumötru og fórust með skipinu 15 skipverjar. Mikil ánœgja er með árangur heimamanna aj rekstri Panamaskurðar. Betri skipaskurður Nú eru fimm ár liðin frá því Bandaríkjamenn létu af hendi Panamaskurðinn til heimamanna. Við samantekt á þjónustu um skurðinn frá því hann laut stjórn Bandaríkjamanna hefur komið í ljós að siglingatími skipa um skurðinn hefur styst um 20% með auknum leyfilegum hámarkshraða. Þá hefur umferð um skurðinn aukist um 17% og óhöppum í skurðinum fækkað gíf- urlega en aðeins 10 óhöpp voru skráð á síðasta ári. Það sést vel á þessum tölum að tímabært var orðið að kanarnir kæmu sér heim. Hafnarmet Það voru fleiri met slegin á síðasta ári en hitamet á íslandi. Það reyndist þó ekki vera verra met en eigið sem höfnin í Shanghai náði að toppa. Um höfnina fóru „aðeins“ 14,55 milljón TEU gámaeiningar og slógu þeir eldra hafnarmet um 29%. Al- mennur flutningur hafnarinnar náði 382 milljónum tonna sem gerir hana að eina stærstu höfn heims. Sektir fyrir leti Það borgar sig að vera duglegur í bókhaldi og skráningum á öllu því sem gerist um borð í skipum sem leið eiga um banda- ríska landhelgi. Skipstjórinn á þýska gámaskipinu Ibuki fékk að- eins 750 þúsund dollara sekt fyrir að geta ekki sýnt útreikninga á uppsöfnun úrgangsolíu eða hvernig haldið væri utan um hana um borð. Skipið hafði verið stöðvað til skoðunar af strandgæsl- unni undan strönd Hawaii en það var á leið frá Asíu til Kaliforn- íu. Skipið var kyrrsett í Honolulu ásamt sjö skipverjum. Varið ykkur á olíuslóðanum Meira af mengunarmálum því þau eru að verða eitt mesta vandamál skipstjóra. Þeir fá skyndilega heimsóknir frá yfirvöld- um sem ásaka þá um mengun heimshafanna. Tyrkneskur skip- stjóri var dæmdur fyrir skömmu í Frakklandi fyrir að hafa losað óhreinindi í sjó innan mengunarlögsögu. Var honurn gefið að sök að hafa dælt út skolvatni meðan á tankahreinsun stóð. Fyrir dómi voru lagðar fram loftmyndir franska flughersins sem sýndi 7 km olíuslikju í kjölfari skipsins. Þrátt fyrir stöðuga neitun skipstjóra á sök dugði það lítið til og var hann dæmdur til að greiða 100 þúsund evrur. Er þetta hæsta sekt sem dæmd hefur verið fyrir atvik sem þetta en áður höfðu slíkar sektir verið á bilinu 10-15 þúsund evrur. Óheiðarlegir hermenn Sjóránin taka á sig ýmsar myndir. Fyrr á þessu ári hurfu tvö lílil olíuskip African Pride og Jimoh á undarlegan hátt en fund- ust síðar í höfninni í Port Harcuort og Dutch Island í Nígeríu. African Pride hafði reyndar ekki skipt um nafn en Jimoh hafði verið nefnt Lort. Það sem sérstakt var við þetta mál var að þrír skipverjar á Jimoh og átta yfirmenn á nígeríska varðskipinu NNS Beechcroft stóðu að þessum ránum og hafa þeir verið handteknir. Ljóst má vera að erfitt getur verið fyrir sjómenn að verjast þegar ræningjarnir koma undir merkjum herja sem sjó- mönnum ber að hlýða. Lýsa frati á reglurnar Hópur Norðmanna tók sig til fyrr á þessu ári og sýndu fram á að nýjar alþjóðareglur um siglingavernd (ISPS) séu í raun og veru að veita falskt öryggi. Til að sanna mál sitt köstuðu þeir æfingahandsprengjum að Fjordline ferjunni Júpiter þegar hún var að sigla frá Stavanger til Newcastle. Skömmu síðar sigldu þeir á mikilli ferð á gúmmíbát að skipinu og komu fyrir reyk- blysum á bol skipsins til að sanna enn fremur öryggisskort þrátt fyrir ítarlegar reglur til verndar skipum. Prestige sekkur en málinu er ekki lokið tveimur árum síðar. Enn af Prestige Olíuskipið Prestige hefur nokkuð oft verið til umfjöllunar hér á þessum síðum og þá aðallega fyrir meðferð spænskra yfirvalda á skipstjóra skipsins. Hinn 69 ára skipstjóri Apostolos Man- gouras hefur verið í stofufangelsi í tvö ár og þrátt fyrir að heilsu hans hafi hrakað hafa læknar metið hana þó svo að réttlætan- legt sé að halda honum áfram. En nú gæti bið hans brátt verið á enda þar sem rannsóknaraðilar á Bahama hafa lokið rannsókn á málinu. Niðurstaða þeirra er sú að ekki er sé nein einhlýt á- stæða fyrir því að þetta 25 ára olíuskip fórst en þeir komast að 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.