Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Blaðsíða 38
Heimildamynd um áhöfn Kleifabergs og Roðlaust og beinlaust Tímabært að sýna aðra hlið á sjávarútveginum Akveðið hefur verið að gera heimilda- mynd um áhöfnina á Kleifarberginu Óf-2 frá Ólafsfirði og hljómsveitina þeirra Roðlaust og beinlaust. Að fram- leiðslunni stendur reynt kvikmyndagerð- arfólk sem setur markið hátt. Einnig er það með hollenskan meðfram-leiðanda og er ætlunin að koma myndinni á fram- færi erlendis. Undirbúnings- og þróunar- styrkur fékkst frá Kvik- mynda-miðstöð íslands heimildamyndasj óði. Framleiðslumsókn hefur verið lögð fram og hefur hún fengið jákvæð við- brögð. Heimildamynda- sjóður leggur fram 40% af fjármagni í myndina og verið að leita eftir stuðningi til að fullfjár- magna myndina. Kostn- aðaráætlun er upp á rúm- ar ellefu milljónir króna. Um myndefnið segir Ingvar Á. Þórisson leik- stjóri meðal annars: Hljómsveitin ROÐ- LAUST OG BEINLAUST hefur náð að heilla lands- menn með nútímalegu og hressilegu sjómannarokki og hefur vakið athygli tónlistarsérfræðinga. í ntyndinni kynnumst við lífi hópsins sem stendur að hljómsveitinni. Það er ó- neitanlega forvitnilegt að kynnast sjó- mönnum sem eru mestan hluta ársins fjarri heimilum sínum og vinna við erfið- ar og oft hættulegar kringumstæður en hafa samt sem áður krafta til þess að halda úti hljómsveit sem heldur tónleika og gefur út geisladiska. Við munum fylgja köllunum á haf út í slori og kulda - og uppá svið 1 „glamúr og frægð“. Hvernig gengur að sætta þessa ólíku heima? Togarinn - hljómsveitin - þorpið Ramminn um þessa sögu er togarinn, hljómsveitin og í bakgrunni er þorpið, Ólafsfjörður. Við munum kynnast lífinu um borð í togaranum á vertíð; púlvinnu við erfiðar aðstæður, hættum náttúrunn- ar og fegurð hafsins, spennu og átökum í samskiptum manna, leiða, slysum og erf- iðleikum en líka félagsskap og samstöðu. Samskiptum manna við fjölskyldur, gleði og sorgum. Fríi í landi þar sem hljóm- sveitin spilar við ýmis tækifæri, stúdíó- vinnu og málefnum hljómsveitarinnar, plötuútgáfu o.þ.h. Fyrir jólin settu þeir stefnuna á erlendan markað og gáfu út eitt jólalag í Færeyjum í framhaldi af því hefur opnast möguleiki fyrir hljómsveit- ina að spila þar. Hljómsveitin ROÐLAUST OG BEIN- LAUST var stofnuð af áhöfninni á Kleifa- berginu í Vaglaskógi sumarið 1998. Síðan hefur hljómsveitin komið fram á tónleik- um víða um land og í sjónvarpi og út- varpi. Aðalforsprakki hljómsveitarinnar er Björn Valur Gíslason stýrimaður. Fyrsti geisladiskur hljómsveitarinnar, BRÁÐABIRGÐARLÖG, kom út árið 2001 og seldu björgunarsveitir víða um land þann disk í tæplega 2.000 eintökum og fengu að launum ágóðann af diskinum. í desember 2002 kom út jólalag sem heitir í friði og ró (Let it snow) sem sló i gegn og varð eitt mest spilaða lag á Rás 2 fyrir þau jól. Diskurinn BRÆLUBLÚS kom út í nóvember 2003 og var í upphafi seldur af björgunarsveitum sem fengu ágóðann sem fyrr í sinn vasa. Hann fór síðan i símasölu til styrktar Slysavarnar-skóla sjómanna og hefur selst mjög vel eða í ríflega 6.000 eintökum. Þetta er einkennileg hljómsveit. Pað eru aðeins tveir í áhöfninni sem spila á hljóðfæri þegar þeir koma fram en aðrir syngja með. Síðan eru tveir fastir hljóð- færaleikarar í landi. Lögin og textarnir eru þó allir þeirra og þeir stjórna þvi hvernig þau mál eru. Frumsýnd á sjómannadaginn 2006 Áætlað er að frumsýna myndina á Sjó- mannadaginn 2006 í Ólafsfirði, Reykja- vík, Akureyri, ísafirði og víðar. Við gerunt ráð fyrir því að selja myndina á allar norrænu sjónvarpsstöðv- arnar. Þá höfum við áform um sölu á aðrar evrópskar sjónvarpsstöðvar . Þá höfurn við áforrn um sölu á aðrar evrópskar sjón- varpsstöðvar i samvinnu við meðframleiðandi myndarinnar í Hollandi HILHORST PRODUCT- IONS. Við teljum að umfjöllun- arefni myndarinnar sé til þess fallið að vekja athygli sjónvarps-stöðva erlendis, bæði á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu. Eng- inn vafi er á því að mynd sem þessi er góð kynning á landi og þjóð, atvinnulífi og menningu. Hér verð- ur fjallað um grunnatvinnuveg þjóðar- innar, sjávarútveginn og jafnframt það blómlega menningarstarf sem á sér stað i þorpum úti á landi og jafnvel úti á sjó. Með myndinni verður sýnt fram á að það getur verið skemmtilegt að starfa í sjáv- arútvegi ekki síður en annarsstaðar. Það er kominn tími til að sýna aðra hlið á sjávarútveginum en sýnd hefur verið um lengri tíma og það er m.a. markmiðið með gerð heimildarmyndarinnar um Roðlaust og beinlaust. Jón Þórisson skrif- ar handrit myndarinnar. Myndataka er 1 höndum Steinþórs Birgissonar og Ingvars Á. Þórissonar, Árni Gústafsson sér um hljóð og framkvæmdastjórn er á höndurn Birnu Gunnarsdóttur. Aðstandendur myndarinnar hafa mikla reynslu af kvikmyndagerð, sjá c.v. hér á eftir fyrir Ingvar Á. Þórisson Hugo film og Steinþór Birgisson Víðsýn sem munu bera hitann og þungann af frarn- leiðs'.unni. Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust. 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.