Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2005, Blaðsíða 37
menn deild sem er grunnnámsdeild með tækniívafi fyrir þá sem hafa lokið grunn- skólaprófi og ætla í framhaldsskóla. Gæðakerfi ISO 9000 Fjöltækniskóli íslands fékk gæðavott- un samkvæmt ISO 9001 í febrúar 2005 og er fyrsti framhaldsskólinn á landinu til að öðlast formlega gæðavottun. Fjöl- tækniskólinn helur frá upphafi reksturs skólans unnið að hönnun og innleiðingu gæðastjórnunar samkvæmt ISO 9001 staðli og er það gert að kröfu IMO, Al- þjóða siglingamálastofnunarinnar. Vottað gæðakerfi er skilyrði þess að íslensk at- vinnuskírteini séu viðurkennd erlendis og að Siglingastofnun hafi heimild til út- gáfu alþjóðaskírteina á grundvelli ís- lenskrar menntunar á þessum sviðum. í vottunarferlinu kom í ljós að nauð- synlegt var að yfirfara skipulag áfanga við skólann og samræma betur að þeim alþjóðareglum sem fyrir hendi eru. Á líð- andi ári hefur farið fram yfirgripsmikil vinna við yfirferð og endurskoðun allra áfanga sem kenndir eru við skólann á vegum Starfsgreinaráðs sjávarútvegs og siglinga. Ólafur J Briem hefur leitt þessa yfirferð og endurskoðun fyrir hönd starfsgreinaráðsins í samvinnu við stjórn- endur skólans. Vinna þessi er langt kom- in og ljóst að lagðar verða til breytingar á skipulagi og innihaldi áfanga sem kennd- ir eru við skólann lil samræmis við kröf- ur um alþjóðaréttindi. Samhliða þessari umfjöllun er náms- efni áfanganna skoðað og breytingar gerðar eftir þörfum. Stefnt er að því að kennsla hefjisl eftir nýju áfangaskipulagi á haustönn 2006. Áhrif vottunar á innra starf skólans hafa verið mjög mikil og er ljóst að innra starf skólans er mun skipulegra og gagn- særra eftir en áður og hefur haft í för með sér töluverðar breytingar á öllu innra starfi skólans. Aðrir skólar hafa sótt í smiðju Fjöltækniskólans og eru að taka upp hluta gæðakerfisins og er gæða- kerfi Fjöltækniskólans grunnur að skipu- lögðu gæðastarfi þeirra skóla sem taka kerfið til notkunar. Slysavarnarskóli sjó- ntanna hefur einnig hlotið gæðavottun ISO 9001. Aðbúnaður í skólanum Miklar breytingar hafa átt sér stað i að- búnaði og tækjabúnaði Fjöltækniskólans og hefur gagnger endurnýjun tölvubún- aðar og skjávarpa í skólanum átt sér stað auk endurbóta á ýmiskonar aðstöðu og búnaði og ber þar hæst endurnýjun herma skólans sem fram fór sumarið 2004. Settur hefur verið upp fullkominn fjarfunda- og upptökubúnaður sem er mikilvægur fyrir alla endurmenntun skólans. í sumar var hafist handa við fyrstu lagfæringar innanhúss og er gert ráð fyrir að á næstu árum verði skóla- húsnæðið endurnýjað að fullu innan- dyra. Tæknimál í kennsluumhverfi skólans eru í stöðugri þróun og sífellt unnið að eflingu tölvutækni í kennslu hvað varðar kennara og því sem að nemendum snýr. eflingu tölvutækni í kennslu hvað varðar kennara og að því sem að nem- endum snýr. Almenn braut Fjöltækniskóli íslands bauð í fyrsta sinn almenna braut við skólann og var á- kvörðun um almennu deildina tekin að beiðni menntamálaráðuneytisins. 19 nemendur skráðu sig til leiks, einn hætti án þess að byrja og annar fluttist svo til strax yfir á skipstjórnarbraut. 17 nem- endur hafa verið í deildinni á önninni og hefur starfið gengið vonum framar. Ahnenna deildin er fyrir nemendur sem ekki hafa lokið fullnægjandi undir- búningi fyrir framhaldsskóla og er til- gangur námsins að bæta úr því. FTÍ hef- ur skipulagt þetta nám með samtvinn- ingu bóknáms og verknáms. Varðskipsbraut Á vorönn er boðin kennslu á 4. stigi skipstjórnar - varðskipsdeild en útskrif- aðir nemendur 4. stigs bæta við sig rétt- indum skipherra á varðskip. 4. stigið er boðið á nokkurra ára fresti og þá í sam- vinnu við landhelgisgæsluna en allir sem lokið hafa 3. stigi skipstjórnar geta skráð sig til 4. stigs. Unnið hefur verið að aðlögun og end- urskoðun námsins á liðnum mánuðum og verður nokkur breyting á náminu frá því sem síðast var kennt. Varðskipsbraut Á vorönn 2006 verður boðið upp á kennslu á 4. stigi skipstjórnar - varð- skipsdeild en útskrifaðir nemendur 4. stigs bæta við sig réttindum skipherra á varðskip. 4. stigið er boðið á nokkurra ára fresti og þá í samvinnu við Landhelg- isgæsluna en allir sem lokið hafa 3. stigi skipstjórnar geta skráð sig til 4. stigs. Unnið hefur verið að aðlögun og end- urskoðun námsins á liðnurn mánuðum og verður nokkur breyting á náminu frá því sem síðast var kennt. Viðbótarnám í rafvirkjun Nemendum skólans sem ljúka 4. stigi vélstjórnar hefur á síðustu önnuin verið boðið að taka viðbótarnám til sveinspróf rafvirkjunar í samræmi við reglur ráðu- neytisins þar urn. Gert er ráð fyrir að úl- skriftarnemum verði áfram boðið þetta viðbótarnám. Endurmenntun Fjöltækniskóli íslands hefur áfrarn boðið öfluga endurmenntun og hefur fjöldi námskeiða verið í boði. Gerður var samningur við Sjómennt um endur- menntun undirmanna og er sjóðurinn nú rekinn af Fjöltækniskólanum. Nokkur ný námskeið hafa litið dagsins ljós á síðasta ári. Þar ber hæst námskeið um endurnýjun skipstjórnarréttinda þar sem þeir sem ekki hafa nægjanlegan sigl- ingatíma til að viðhalda fullum réttind- um geta sótt 3ja daga námskeið til end- urnýjunar á réttindum sínum. Fyrirhug- að er að bjóða samskonar námskeið lil endurnýjunar vélstjórnarréttinda á vor- önn 2006. Að lokum Það er von stjórnenda Fjöltækniskól- ans að skólanum sé að takast að marka sig í samræmi við þá stefnu sem lagt var upp með og takist að byggja upp öflugan starfsnámsskóla sem fullnægi þörfum at- vinnulífsins lil færni og þekkingar. Hlutverk skóla er að þjóna viðskipta- vinum sínum sem best; annarsvegar þeiin sem verða þjónustunnar aðnjót- andi, þ.e. nemendum, og hinsvegar at- vinnulífinu sem ræður nemendur skól- ans til starfa. Sjómannablaðið Víkingur - 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.