Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24
102 NÁTTÚRUFR. kjarninn skiftir sér í átta parta, sem skipa sér í tvo flokka, og verða fjórir í hvorum (9. mynd). Allir partarnir í öðrum flokkn- um verða að smákjörnum, en allir partarnir í hinum flokknum verða að stórkjörnum, svo í sellunni verða fjórir smákjarnar og fjórir stórkjarnar. En við svo búið má ekki standa, ])ar sem stórkjarninn á að vera einn, en ekki fjórir, svo nú verða að koma nýjar endurbætur. Þrír af smákjörnunum leysast upp og hverfa, en einn verður eftir, svo þannig kemur fram dýr með einum smákjarna og fjórum stórkjörnum (10. mynd A.). Þetta dýr skiftir sér nú í tvö ný dýr, og fara tveir af stórkjörnunum í annað, og hinir tveir í hitt, en smákjarninn skiftir sér í tvennt, og hlýtur hvort af nýju dýrunum sinn part (10. mynd B.). Hvert af nýju dýrunum skiftast nú í tvö, og við þá skiftingu koma loks fram dýr með einum stórkjarna og einum smákjarna (10. mynd C.). Það sem þá hefir skeð við þessa svonefndu skinæxlun, er ekkert annað en það, að dýrin hafa býttað kjörnum, eða öllu heldur býttað molum úr einum kjarnanum. Þetta eru auðsjáan- lega nokkurskonar kynbætur, því skinæxlunin kemur að öllum líkindum í staðinn fyrir vanalega æxlun. ' Á. F. Köfnunarefní og íarðvegsbakterítir. Köfnunarefni er frumefni. Það er litlaus og lyktarlaus loft- tegund, litlu léttari en súrefni. Óblandað kæfir það eld og hindrar öndun, og dregur það nafn sitt af því. Andrúmsloftið er blanda af nær fjórum hlutum köfnunarefnis og einum hluta súrefnis, auk ofurlítils af öðrum efnum. Þetta mikla innihald þess af köfnunarefni dregur úr áhrifum súrefnisins, sem er óhæft til öndunar, sé það óblandað. Ein frumeind (atom) af köfnunarefni er táknuð með N (dregið af Nitrogenium, sem er latneskt heiti efnisins). Þyngd þess er 14, ef miðað er við þyngd súrefnisfrumeindarinnar (O), sem er 16 og vatnsefnisfrumeindarinnar (H), sem er 1, (nán- ar: N = 14,008, O = 16,000, og H = 1,008). Ein sameind (mo- lekul) af köfnunarefni er sett saman af tveimur frumeindum og er samruni þeirra táknaður þannig: N + N = N„

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.