Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 6
132 NÁTTÚRUFR. anna, kæmist hann að raun um, að söngur þeirra er um sama efni og skáldin þykja fegurst kveða um, hann er um ástir. En kötturinn hefir margar raddir aðrar en þær, sem notaðar eru í samsöngnum. Allir kannast við reiði-röddina, urrið, vandræða og bænasönginn: mjá, mjá, eða ánægjuhjalið, malið. Á einn hátt enn getur kötturinn látið skoðun sína í ljósi, nefnilega með hinu alþekkta ,,burr, burr“, sem einkum kemur fram, þegar læðan talar við börnin sín. Hvergi lýsir lyndiseinkunn kattarins sér betur en í móður- ástinni, og hvergi kemur vinátta hans til mannsins betur í ljós en í því, að honum einum trúir hann fyrir hinni dýrmætustu eign sinni, kettlingunum, ef hann þarf að bregða sér burt. Átta vikur ber móðirin börn sín undir ,,belti“, og viku verður hún að fórna sér fyrir þá, áður en þeir geta litið hana þakkaraugum, því vikutíma hafa þeir lifað, þegar þeir fá sjónina. Skömmu seinna byrjar skólagangan, því ef að kettlingarnir eiga að verða kettir með köttum, verða þeir að læra þá list, að bjarga sér sjálfir, ef í nauðirnar rekur. Veiðiför læðunnar, sem eignast hefir afkvæmi, hefir tvennan tilgang, því bæði þarf móðirin að afla sér og sín- um viðurværis og safna gögnum til kennslustundanna, því kisa lætur ekki börnin sín læra bækur spjaldanna á milli. Þegar bú- ið er að klófesta eða lama fuglinn eða músina, er lagt af stað heimleiðis með bráðina, henni sleppt lausri fyrir augum nem- endanna litlu, og gripin hvað eftir annað. Kettlingana brestur ekki eftirtekt; með tindrandi augum af áhuga og námfýsn fylgja þeir minnstu hreyfingum móðurinnar, enda vei'ður að segja það kisu til hróss, að hún hefir lag á því, fremur mörgum kennara, að gera kennslustundirnar lifandi. Árangurinn af starfi henn- ar ber því ávöxt; brátt fara kettlingarnir að spreyta sig á sama leiknum, aðferðina hefir móðirin kennt þeim, en löngunin var þeim meðfædd. — Á. F. Rotplöntar. Niðurl. jjj Starfsemi rotplantnanna er að mörgu leyti hliðstæð meltingu dýra og manna, því að í báðum tilfellum eru margbrotin lífræn efni klofin niður í einfaldari og betur uppleysanlegar sameindir. Það er því auðskilið, að rotplönturnar geti framleitt efni, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.