Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFR. 149 Evrópu og Asíu, vestan frá Islandi og alla leið austur í Mant- sjúríu og Kamtsjatka. Fer hún þó eigi langt norður á bóginn, nema þar sem loftslag er því mildara, eins og t. d. í Noregi. í Síberíu fer hún aðeins vestast norður að heimskautsbaug, en er austar dregur eru norður-takmörk heimkynna hennar æ sunnar, er lengra er komið austur eftir, t. d. segir Alpheraky, að fyrir austan 80° austur lengdar, fari hún naumast norður fyrir 56. breiddargráðu. Hversu langt suðurávið varplönd hennar ná, er miður kunnugt. I Norðurálfu á hún heima allt suður að Miðjarðarhafi. í Mið- og Vestur-Asíu er hún allt austur í Persíu og Turkestan. Hún er farfugl þar sem vetur eru kaldir og ísalög hamla, og leitar þá til suðlægari landa, allt suður í hitabelti, þar sem landslag og stað- hættir henta henni. Það er vitað, að úr mörgum Norðurálfulöndum fer hún suður á Spán og Portúgal, og ef til vill lengra suður. I Asíu fer hún aðallega til Indlands að vetrinum. Hér á landi verpir Stóra grágæs aðallega í byggðum og á lág- lendi. Uppi á fjöllum eða heiðum er hún aðeins lítið eitt, og þá helzt þar, sem lægra er yfir sjó. Eg hygg, að hún fari óvíða hærra en 250—300 metra yfir sjávarflöt; þó að gróður og landslag við hennar hæfi sé víða til hærra yfir sjó, er hún þar sjaldan. Stóra grágæs kemur hingað snemma á vorin, oft um sumar- mál (á Suðurlandi), ef vel vorar, en venjulegast í fyrri-hluta maí- mánaðar. Leita þær, sem eldri eru, oftast nær fremur fljótt til varplanda sinna frá fyrri sumrum, enda þótt þær setjist sjaldn- ast þar að þegar í stað. Þær eru framan af á vorin, all reikular í ráði, og hafast þar við, sem bezt lætur, meðan jörð er lítt farin að grænka. Þær eru matvandar og sækjast efitir nýgræðingnum jafnóðum og hann kemur upp. Gera þær stundum talsverðan usla að vorlagi, í túnum og öllum nýgræðum, er þær sækja mjög í um nætur. Sérstaklega eru gæsirnar sólgnar í að komast í sáðsléttur, þar sem grasið er ný-farið að koma upp. Þær skemma að jafnaði talsvert meira en þær éta af gróðrinum, því þær draga grasplönt- urnar upp með rótum, sem liggja svo umvörpum ofanjarðar og visna þar. Allar gæsir eru yfirleitt talsverðir bitvargar, og geta gert, þar sem svo hagar til, talsverð spjöll á engjum og haglendi. Þó þarf sjaldnast mikla fyrirhöfn til þess að fæla þær þaðan, er menn vilja síður leyfa þeim að vera; þær eru styggar og tortryggn- ar, og þarf því oft ekki nema óvandaðar „hræður“ til að bægja þeim á braut. Þegar gæsirnar koma á vorin, eru þær að jafnaði í all-stórum hópum, og af öllum aldri, en fullorðnu gæsirnar eru þá allar „gift-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.