Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFR. 151 Jitlu af dún, en, mestur dúnninn er í hreiður-börmunum, enda að- allega ætlaður til að skýla eggjunum ef þörf verður að bregða sér frá hreiðrinu stundarkorn. Kvenfuglinn einn liggur á eggjunum og ungar þeim út. Steggurinn dvelst allan varptímann hjá konu sinni, og heldur duglega vörð um hana á hreiðrinu, og varar hana við aðvífandi hættum. Sama starf hefir hann á höndum þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum; hann er alls staðar á verði, og athugull mjög, en þó ver hann ekki fjölskyldu sína fyrir ásókn óvina — nema ef vera skyldi fyrir veiðibjöllum?; hann leggur fyrstur á flóttann og forðar sjálfum sér, þegar hann er búinn að aðvara konuna og krakkana. Gæsa-móðir ver ungana með hug- prýði fyrir flestum óvinum og leggur all-oft lífið í sölurnar. Eggin eru venjulegast hér á landi 5—7 að tölu í hverju Jireiðri, hvít á litinn og all-stór. Ungar gæsir, er verpa í fyrsta sinn, verpa færri eggjum en þær, sem eldri eru. Er talið, að stóru grágæsir geti haft það til, að verpa allt að 12—14 eggjum, en það munu þó einsdæmi. Mér er algerlega ókunnugt um, hversu mörg egg hafa flest fundizt í stóru grágæsar hreiðri hér á landi. Meðal- stærð grágæsar-eggja er venjulegast talin ca. 83—84 mm. á lengd, og 58 mm. á breidd (þvermál). Lengdin er sjaldan minni en 80 mm., en getur orðið yfir 90 mm. (92 mm.). Breiddin er frá 53— 62 mm. — Ungarnir dvelja í hæsta lagi 1—2 dægur í hreiðrinu eftir að þeir eru skriðnir úr eggi; fer það mjög eftir veðri og ýmsum öðr- um kringumstæðum. Gæsa-mamma fer því óðar á kreik með ung- ana er þeir eru orðnir vel þurrir. Þeir þurfa hvorki að læra að synda né bíta gras, það er þeim meðfætt, foreldrarnir þurfa því að- eins að vísa þeim á þá staði, sem beztir eru fyrir þá, og þeim óhultastir. Venjulegast fara mæðurnar á undan með ungana í eftir- dragi, en steggurinn rekur lestina, skimandi í allar áttir, og garg- ar eða gefur einhver hljóð frá sér, ef hann sér eitthvað tortryggi- Jegt. Kornungir gæsa-ungar af öllum tegundum að heita má, reyna aldrei að forða sér á hlaupum, en neyta þess, að þeir eru oftast mjög samlitir umhverfinu og sjást því naumiega, ef þeir liggja grafkyrrir. Er það þeim oftast nær hið mesta hjálparráð. Venju- legast fara gæsaforeldrarnir með afkvæmi sín niður að einhverri stóránni, ef þeir hafa ekki orpið þar í nánd, og dvelja við ána rneðan ungarnir eru að vaxa og þroskast, og þeir sjálfir eru í „sárum“. — Varptíminn byrjar hér á landi venjulegast í byrjun júní, einstaka sinnum dálítið fyr. Fer um það bil mánuður til þess að

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.