Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 11
NÁTTÚRUFR. 137 ura eru alveg óskaðleg fyrir menn og skepnur, ef ekki er neytt því meira af þeim, svo sem mjólkursýra (CH3 CHOH COOH) og ediksýra (CH3 COOH). Má því geyma næringarefni í þessum sýr- um, án þess þau rotni eða skemmist. Þýðingu súrrar mysu til geymslu á matvælum, þekkja vist flestar húsfreyjur hér á landi. Er það mjólkursýra, sem gerir mysuna súra, þegar hún eldist, og ver hana skaðlegum rotnunar- gerlum ásamt öllu því, sem í henni er geymt. Sökum saltleysis höfum vér Islendingar snemma komizt á að sýra matvæli, svo sem: mjólk, smjör, slátur, kjöt, fisk o. fl. Hefir allt súrmeti verið haft hér í mestu hávegum, en notkun þess virðist heldur vera að minnka og er vafasamt, hvort sú breyting er æskileg. Mjólkursýra myndast aðallega úr sykri þeim, sem er í mjólk- inni, og verða þær efnabreytingar fyrir starfsemi svo nefndra mjólkursýrugerla, en af þeim eru til margar tegundir og af- brigði. Þegar mjólkin eða mjólkurafurðirnar (rjómi, smjör, skyr, mysa o. fl.), eru geymdar, án þess að mjólkursýrugerlarnir í þeim séu drepnar eða nýjar útilokaðar, líður ekki á löngu þangað til matvæli þessi verða súr, og komist ekki að þeim sveppir, sem þola mjólkursýruna og eyða henni, geta þau mjög lengi haldizt óskemmd. Þegar súr mysa er notuð til geymslu á matvælum, er hún venjulega blönduð með vatni, og matvælin svo lögð í blönd- una. Margar konur, einkum við sjó, þar sem lítið er um mysu, láta það nægja, að leggja blóðmör og annað slátur í vatn. Haí'a þær tekið eftir því, að vatnið og slátrið verður súrt með tíman- um, en súr þessi stafar frá mjölinu, sem sett er í slátrið. En þar sem löng bið getur orðið á þessum efnabreytingum, þá geta mat- vælin verið farin að skemmast áður en sýran er orðin nógu mik- il, til þess að varna því. Að leggja slátur í tómt vatn, er því hættulegur ósiður, sem á að leggjast niður, en í stað þess á allt af að blanda vatnið með súrri mysu eða ediksýru. Ilvergi er baráttan við rotplöntur í matvælum eins erfið og í mjólkinni. Mjólkin hefir þá sérstöðu, að hún inniheldu? flest þau næringarefni, sem menn og dýr þurfa að hafa í fæðu sinni, og er hún þeim því ágæt næring. En rotplöntunum geðj- ast einnig mjög vel að henni og mun vandfundin sú óhituð mjólk, þar sem þær ekki lifa miljónum saman í hverju grammi. Frá júgri kýrinnar og á borð neytandans er oft löng leið, svo að ekki fer hjá því, að í mjólkina komist fjöldi rotplantna eða jafnvel gerla, og séu þessar smáverur einu sinni komnar þangað, þá þrífast þær þar ágætlega og auka oft kyn sitt gífurlega. I júgri

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.