Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 21
NÁTTÚRUFR. 147 háræðunum undir hálfgegnsærri yfirhuðinni. Horn-„tennurnar“ í efra skolti nefsins eru venjulegast ca. 21—23 að tölu í hvorum skoltshelmingi og ávallt ljósar (hvítar) á lit í þessari tegund, ör- sjaldan eru þær fleiri (í mjög gömlum fuglum?). Fæturnir eru hvítbleikir á lit eða hvítgráir (litlausir); klærnar á tánum svartar. Framanskráð tegundarlýsing er miðuð við fullorðinn (4—5 ára eða eldri) karlfugl. Kvenfuglinn er í öllu svipaður karlfugl- inum, en talsvert minni, en gamlar gæsa-„maddömur“, „sem komn- ar eru úr barneign“, geta orðið svo líkar karlfuglunum að stærð og öllu útliti, að þær verða naumast greindar frá þeim að ytra út- liti; er þetta ekki óalgengt meðal annara fuglategunda þessarar ættar. — Um stærð þessarar gæsar er það að segja, að hún er meðal hinna stærstu gæsategunda. Fullorðinn karlfugl (steggur), er af ílestum höfundum talinn vera frá 810—840 mm. á lengd, en gaml- ir steggir geta, að því er sumstaðar er ritað, orðið allt að 880—890 mm. á lengd. Vængjalengdin er talin frá 450—475 mm. Stélið 130 —167 mm. Á kvenfuglum eru málin sem hér segir: lengd: 745— 770 mm., vængir: 420—448, stélið: 136—143 mm. Fótleggurinn á báðum kynjum á að vera: 82—88 mm„ og neflengdin: frá 60—69 mm. Vængjahaf er talið vera frá 1422—1778 mm. Stærðarmál þau, sem nú hafa verið talin, má ekki taka alveg bókstaflega, þar eð þau eru flest meðaltöl, og eru auk þess fæst hafin yfir allan efa, en þau munu þó vera all-nærri lagi. Ennfrem- ur verður að taka eftir því, er fugl er mældur, hvernig á stendur um fellingu. Fugl, sem er nýkominn úr „sárum“, hefir naumast náð fullri fjaðurstærð (lengd), þótt hann sé orðinn fleygur aftur, og eins er og að athuga, að skömmu fyrir fellinguna, eru f jaðrirn- ar oftast orðnar slitnar og eyddar til endanna, og verða þá lengd- armálin styttri. Neflengdin (og fótleggja?) er áreiðanlegasta málið af gæsunum, enda eru nefin, — sköpulag þeirra, stærð og litur, ef um fullorðna fugla er að ræða, — öruggustu einkennin til að þekkja í sundur tegundirnar. Þyngd fullorðinna gæsa af þessari tegund, er talin frá 2y2—5 kg„ og getur eflaust orðið meiri. Ungar gæsir þessarar tegundar eru yfirleitt dekkri á lit, en fullorðnar. Er það eitt einkenni þeirra, að þær hafa aldrei dökka bletti eða rákir neðan á bringu og kviði eins og fullorðnu gæs- irnar. Nefin eru litdaufari yfirleitt, oft nærri litlaus, en aldrei verulega dökk eða svartleit. Þau eru oft með gulbleikum blettum hér og þar eða gul-grænleit, eins og t. d. efraskolts-röndunum eða um munnvikin. Fæturnir eru svipaðir að lit og nefin, en oftar all- 10*

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.