Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 26
152 NÁTTÚKUPR. unga út egg-junum (27—28 dagar). Þegar ungarnir eru meira en hálf-stálpaðir, þ. e. í byrjun ágústmánaðar (fyr eða síðar eftir árferði), fara foreldrarnir að fella fiðrið, og missa þá flugfjaðr- irnar nær allar í einu, og verða flugvana um það bil í vikutíma eða liðlega það. Steggirnir fella nokkru fyrr en mæðurnar, sem verða sjaldnast alveg flugvana fyrr en ungarnir eru farnir að geta flogið dálítið. Þessi fellingartími er hættulegasti kaflinn af æfi- skeiði gæsanna, enda fara þær þá umvörupm fyrir ætternisstapa. Vita það allir óvinir þeirra ,hversu lítið er þá um varnir, og ásækja þær þá mjög. Leita gæsirnar því ætíð á þær slóðir, er fellingatíminn nálgast, er staðhættir veita þeim nokkura vörn, t. d. út á eyrar og hólma í ám og vötnum, eða í víðáittumiklar mýrar og fen, sem illfær eru ófleygum óvinum þeirra. Að afloknum fellingar-tíman- um hefst áhyggjuminnsti kafli ársins. Þá er aðeins hugsað um að fylla hítina og safna kröftum til næsta árs, og þá eru þær bezt færar um að sjá sér farborða og neyta þá hraðfleygra vængja ó- spart og fara langar ferðir eftir því sem við horfir. Ungarnir, sem fæðst hafa á því sumri, fella ekki fyrr en næsta sumar. Undir haustið hverfa gæsirnar af landi brott, eins og alkunn- ugt er, og dvelja vetrarmánuðina í hlýrra loftslagi fjarlægra landa, en leita hingað aftur á fornar slóðir næsta vor. Eru líkur til, að fjölskyldurnar haldi saman á langferðum þessum og leysist ekki upp, þ. e. ungarnir yfirgefi foreldrana, fyrr en næsta vor, að aðlíðandi varptíma. En hver fugl, sem á afturkvæmt hingað til lands, dvelur jafnan að sumrinu á þeim stöðum, sem hann sjálf- ur er fæddur á og hefir alizt upp hið fyrsta sumar æfi sinnar. Þegar ungi fuglinn er orðinn kynþroska, leitar hann sér jafnan bólfestu í, eða sem næst átthögum sínum, þar sem hann fæddist. En hentug varplönd eru vandfundin, þótt annað sé við gæsanna hæfi, og verða því oftast yngri kynslóðirnar að nema sér ný lönd, þegar átthagarnir eru full-byggðir, og dreifast þannig einstakl- ingar tegundarinnar um víða vegu. Er þetta allsherjar lögmál í ríki náttúrunnar. M. B. Framhald.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.