Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 32
158 NÁTTÚRUPXt. sýna meðal annars, að aldrei hefir veiðzt meira magn, niiSað viS þnnga, en einmitt áriS 1930. Þorskaflinn hefir þá náð hámarki sínu, og numiS 194613- smálestum, og þaS sama er aS segja um síldaraflann, hann nam þá 686801 hektolítrum, eða meiru en nokkru sinni fyrr. Rít tnn áta íslenzkrar síldar. P. Jespersen: On the Food of the Herring in Ieelandic Waters (Med. fra Ivomm. for Hav. Serie Plankt. Bd. II. Nr. 3). Gögnum til rannsókna þeirra á átu síldarinnar, sem dr. Jespersen gerSi hér viS land, var einkum safnaS á árunum 1927, 1930 og 1931. Frá þessum þrem árum voru rarinsakaSir um 3500 síldarmagar frá ýmsum stöSum viS NorSuriand á síldartímanum. ASal-áherzlu hefir Dr. Jespersen lagt á þaö, að rannsaka, hvaSa dýrategundir mynduSu megnið af átu síldarinnar hér viS Norðurland á sumrin. Lang-þýðingarmest er rauðátan, einkum í snyrpinóta- síld, en næst henni gengur Ijósátan og magni. Ymissa annarra dýraflokka gætir einnig nokkuð, þar má telja tegundir marflóa, sem í svifinu lifa, lirfur krabbadýra og vængsnigla. Rannsóknir dr. Jespersens eru gerðar með nokkuð öðru sniði en mínar, og því ekki hægt að bera þær saman, en ág'ætt samræmi virSist l>ó á útkomu hans og minni. Hann tekur fleiri dýraflokka, af þeim sem síldin etur, til með- ferðar en eg, en á hinn bóginn rannsakar hann ekki sambandið milli sjávar- hitans og átumagnsins. Ritgjörð dr. Jespersens er prýðis-verk, enda er hann sérfræðingur á þessu sviði og viðurkenndur vísindamaður. Uoktors-nafnbót sína fékk hann fyrir rannsóknir á fæöu síldarinnar við Danmörku. Rít tim íslenzkar köngulær. Islandische Spinnentiere 1. Opiliones. Chernetes, Aranae, eftir K. L. Henriksen, C. H. Lindroth og J. Brændegaard (Göteborgs kungl. Vetenskaps- och vitterhets-samhalles handlingar, femte följden. ser. B. band 2. nr. 7). Ritið er um rannsóknir, sem gerðar hafa verið á gögnum þeim, sem dr. Lindroth safnaði á ferð sinni hér sumariö 1929, og er á þýzku. Fyrsti kafl- inn er eftir K. L. Henriksen um langfætlur (Opiliones), en af þeim eru til fjórai' tgundii' hér á landi. Langfætlumar líkjast- all-mjög köngulónum, en má þó þkkja þær frá þeim á ýmsum einkennum (sbr. grein um köngulærnar í Náttúrufr. I. árg. 1. hefti). Þá er greinargerð um smádýr eitt, sem hér á heima, og er all-skylt sporðdrekum heitu landanna, eftir C. Lindroth. Loks er megin-kafli ritsins eftir J. Brændegaard, um íslenzkar köngulær. Þar eru taldar 60 tegundir af köngulóm, og af þeirn hafa 27 aldrei fundizt hér áður. Allar þær tegundir köngulóa, sem til eni hér á landi, eru einnig til í öðrunr löndum, að einni undanskilinni, sem ef til vill er ný fyrir vísindin. Rit þetta er það hezta og yngsta, sem til er um íslnzkar köngulær.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.