Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 27
NÁTTURUFR. 153 r Gróðtir í Asbyrgí. Einn af nafnkenndari stöðum lands vors er Ásbyrgi. Mynd- un þess er svo sérstæð og einkennileg, að hún gefur jarðfræð- ingum ærið efni til umhugsunar. Þái hefir og fegurð þess lengi verið viðbrugðið, og dregur hún árlega þangað hópa ferða- manna, mun þeim þó fjölga að mun, er vegir verða greiðari úr fjarliggjandi héruðum, en nú er. Hróður Ásbyrgis hefir bor- ist um land allt, og skáld vor hafa ort um það hin fegurstu kvæði. Hér skal eigi um Ásbyrgi ritað frá sjónarmiði jarðfræð- inga eða ferðamanna, heldur lítillega minnst á gróður þess, einkum skógargróðurinn, sem klæðir hinn innri hluta þess. Eins og kunnugt er, líkist Ásbyrgi geisistóru hóffari, og rís hin tröllaukna hóftunga, ,,eyjan“ upp úr miðju þess. Ytri hluti byrgisins og nokkuð inn fyrir eyjuna er vaxinn móagróðri og nú skóglaus með öllu, en eðli og samsetning gróðurs ber þess minjar ,að fyrr muni þar skógur hafa vaxið eins og í innra hluta byrgisins. Alls staðar er þarna þurlent mjög, og jarðveg- ur víðast þunnur, gægjast víða steinnyddur upp úr grassverð- inum. Ríkjandi plöntur í móum þessum eru ýmsir smárunnar. Vaxa þar beitilyng, sortulyng, sauðamergur og fjalldrapi hvað innan um annað, og gefa gróðurlendinu blæ. Auk þessa eru þar ýmsar þurrlendiselskar grastegundir, að ógleymdu þursa- skegginu, sem þarna, eins og víða annars staðar í íslenzkum móum er ein af aðalplöntunum. Af sjaldgæfum plöntum má nefna vetrarlauk (Pirola secunda), sem mikið vex af í Ás- byrgi. Fleira kann þar vera sjaldgæfra tegunda ef vel væri leitað. Meðfram björgunum beggja vegna eru grasbrekkur víða skreyttar blágresi og öðrum glæstum blómjurtum. Skógurinn klæðir eins og fyrr er getið mest allan innra hluta Ásbyrgis út undir eyju. í miðjunni er hann þó gisinn og víða rjóður stór, einkum utantil. Þéttastur og fegurstur er hann inni undir tjörninni, sem er í byrgisbotninum. Allmikið af skógi þessum mun vera 4—6 metrar á hæð og e. t. v. eru sumar hrísl- ur hærri. Innan um birkið vaxa nokkrar reynihríslur, og auk þess eru nokkrar reyniplöntur á syllu uppi í klettunum. Þótt skógur þessi muni vera allvel friðaður, og veðursæld meiri inni í byrginu en almennt gerist, þá er hann samt furðu hrörlegun útlits. Hvervetna gat að líta feyskin tré, og skein langar leiðir á fannhvíta stofnana. Víða voru trén einnig brotin og beygð

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.