Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 8
52
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
en hinar ferðirnar þrjár voru farnar upp úr Fljótshverfinu. Með
þeirri farartækni, sem þá var beitt í Vatnajökulsferðum: að draga
farangur allan á sjálfum sér, var það ærin þrekraun að fara í fjórar
Grímsvatnaferðir á tveimur árum, en Jóhannes var hörkuduglegur
göngugarpur framan af árum. Árangurinn af þessum Grímsvatna-
ferðum birti hann aðallega í ritinu: On The Last Eruptions in
Vatnajökull, sem Vísindafélag íslendinga gaf út 1936. Enn fór Jó-
hannes til Grímsvatna haustið 1945, til að kanna vegsummerki eftir
nýafstaðið Skeiðarárhlaup. Síðasta frumritgerðin, sem hann birti,
fjallar um athuganir hans í þeirri ferð. Jóhannes varð fyrstur manna
til að vekja athygli á því, að stöðugt hitaútstreymi frá brennisteins-
hverum undir íshellu Grímsvatnakvosarinnar ætti sinn þátt í vatns-
söfnun þar milli gosa, og hafa síðari rannsóknir staðfest að fullu þá
skoðun. Rannsókn Jóhannesar á Vatnajökli leiddi einnig margt í
ljós um Grænalón og jökulhlaupin úr því, en Grænalón athugaði
hann í ferðunum með Niels Nielsen og Trausta Einarssyni.
Við rannsókn sína á steingervingalögum á Snæfellsnesi lireifst
Jóhannes af hinni margbrotnu náttúru þessa náttúrufagra skaga og
varði síðar miklum tíma til almennra jarðfræðilegra rannsókna þar
um slóðir. Hafði hann að rnestu lokið við að gera jarðfræðilegan
uppdrátt af Snæfellsnesi öllu, er hann féll frá, og mun lrann koma
að góðu gagni við teiknun jarðfræðikortsins af Miðvesturlandi, sem
Guðmundur Kjartansson vinnur að á vegum Náttúrugripasafnsins.
En því miður vannst Jóhannesi ekki aldur til að skrifa þá jarðfræði-
legu lýsingu Snæfellsness, sem hann vann að. Af öðrum ritgerðum
Jóhannesar jarðfræðilegs efnis er einkum að geta ritgerðar um
Kerlingarfjöll þar sem hann setur fram þá sennilegu skoðun, að þessi
líparítfjöll séu einskonar bergstöpull, sem ýtzt hafi upp á yfirborð
jarðar, og ritgerðar um Eldborg á Mýrum, sem hann birti í því
hefti Náttúrufræðingsins, sem helgað var 100 ára afmæli Þorvalds
Thoroddsens. Ritgerð átti Jóhannes í fórum sínum, sem aldrei
komst á prent, og fjallar hún um líparítöskulög í Skagafirði og
mun skrifuð áður en undirritaður og Hákon Bjarnason tóku að
birta ritgerðir um öskulagarannsóknir. Sýnir þessi ritgerð, að Jó-
hannesi var vel Ijós þýðing öskulagarannsókna fyrir póstglasíala
jarðsögu Islands.
Svo sem sjá má af þessu stutta yfirliti hefur Jóhannes víða kom-
ið við í jarðfræðirannsóknum sínum og má vera, að hann hafi