Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
53
með því drepið kröftum sínum um of á dreif, en sízt sæti það á
þeim, er þetta ritar, að álasa honum fyrir það. Raunverulega er það
sem hann áorkaði um jarðfræðirannsóknir ótrúlega mikið, einkum
ef þess er gætt, að aðalstörf hans, kennslustörfin, voru ein sér miklu
meiri en fullt starf meðalmanns. Og öll lians vísindastörf bera ein-
kenni þeirrar natni, vandvirkni og samvizkusemi, sem ætíð var
hans aðal.
Jóhannes var formaður Hins íslenzka náttúrufræðifélags 1942—
1945 og 1958—1960; og flutti mörg erindi í því félagi og leiðbeindi
á fræðsluferðum. Hann var ritstjóri Náttúrufræðingsins 1942—1945.
Vísindafélag íslendinga kaus hann félaga 1940.
Jóhannes Áskelsson kvæntist 12. des. 1936 Dagmar Eyvindsdóttur
útfararstjóra í Reykjavík Árnasonar. Lifir hún mann sinn, ásamt
syni þeirra, Erni og stjúpsyni, Gunnari Magnúsi. Heimili þeirra
hjóna var mikið myndarheimili og gestum tekið þar af mikilli
rausn. Var frú Dagmar manni sínum ágæt stoð í hvívetna í hans
erilsama starfi.
Jóhannes Áskelsson var alla tíð maður dulur og hlédrægur, við-
kvæmur í lund og þó fylginn sér, ef því var að skipta, fámáll fremur
á mannamótum, en glaðværari í fárra hópi og brá þá oft fyrir sig
notalegri, góðlátri kímni. Hann var sérstaklega vandaður maður til
orðs og æðis og vildi aldrei vamm sitt vita í neinu.
Síðastliðið sumar var farin alþjóðleg fræðsluferð jarðfræðinga um
ísland í sambandi við alþjóðaþing jarðfræðinga í Kaupmannahöfn.
Jóhannes Áskelsson var einn þeirra, er sæti áttu í undirbúnings-
nefndinni, og tók þátt í ferðinni með það aðalhlutverk, að sýna
útlendingunum steingervingalögin á Tjörnesi, í Stöðinni og í
Skammadal. Hann undirbjó þetta af sinni einstöku samvizkusemi.
Jarðfræðingarnir fóru frá Mývatni um Dettifoss og Ásbyrgi til
Tjörness og komu þangað í úrhellisrigningu og slagviðri. Þar beið
Jóhannes við veginn í bíl sínum, syðst í Breiðuvík. Og þangað hafði
liann tekið með sér helztu einkennistegundir Tjörneslaganna, snyrti-
lega innpakkaðar, svo að Iiver sem vildi gat fengið skeljar með sér
til minja, og þar flutti hann stutt erindi um lögin og þýðingai
þeirra. Ég sé enn fyrir mér svipinn á Jóhannesi þar sem Iiann stóð
þarna í rigningunni og fræddi liina erlendu jarðfræðinga um
hugðarefni sín. Hann bókstaflega ljómaði af áhuga og frásagnar-