Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 22
66
NÁTT Ú RUFRÆÐINGURIN N
fæturna í þeirra stað. Þeir eru því langir og er haldið fram á við
og upp á við (7. mynd). Næringin er sennilega jurtaleifar, en sum-
ir lialda, að þau séu rándýr. Ein tegund er þekkt á íslandi.
Skorfætlur (Thysanura). Mörg þessara dýra lifa í jarðvegi á
jurtaleifum og hafa þessa vegna þýðingu fyrir jarðvegsmyndun. A
íslandi eru aðeins þekktar tvær tegundir skorfætlna: Silfurskottan,
sem lifir í húsum (sjá Geir Gígja: Meindýr o. s. frv.) og kampafló-
in, sem lifir í klettaskorum við eða nærri sjávarströndinni. Hún
lifir þar sennilega á þörungum og skófum, sem vaxa á klettunum.
Með því að losa sig við úrgangsefni í klettaskorunum, getur kampa-
flóin vafalaust stuðlað að því, að fyrstu æðri jurtirnar nái þar fót-
festu. Hún getur þannig talizt til jarðvegsmyndandi dýra.
Stökkskottur eða stökkmor (Collemhola). Stökkskotturnar eru
af tveimur gerðurn: Svonefnt gullmor (Symphypleo7ia) og blá-
mor (Arthropleo7ia). Hjá fyrri deildinni er bolurinn nokkurn
veginn kúlulaga (8. mynd), hjá hinni síðarnefndu er hann lang-
ur og sívalur (9. mynd). Margar stökkskottutegundir hafa stökk-
gaffal neðan á afturhluta bolsins. Er þetta tvískiptur hali, sem í
hvíld liggur fram og upp undir kviðinn. Með því að spyrna skyndi-
lega móti grunninum með liala þessum, geta stökkskotturnar tekið
nokkuð löng stökk. Halinn er mjög mislangur hjá liinum ýmsu
tegundum og vantar stundum alveg. Flestar stökkskottur eru mjög
litlar, allt frá hálfum og upp í nokkra millimetra á lengd. Stökk-