Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 24
68 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN vera jarðvegsdýr, en ýmsar fuglategundir, til dæmis lundar og sæ- svölur, grafa langa ganga og holur í jarðveginn og Jiafa þannig áhrif á lrann. Óbeinlínis geta fuglarnir liaft álirif á jarðvegsmyndun með því að fækka jarðvegsdýrum. Meðal spendýra, sem lifa í jarðvegi, eru moldvörpurnar flestum kunnar að nafninu til, enda þótt þær finnist ekki liér á landi. Þær grafa göng sín á mismunandi dýpi, allt eftir gerð jai'ðvegs og árs- tíma. Stundum liggja göngin 10 til 20 sentínretra undir yfirborðinu, á veturna allt að 60 sentímetrum, til þess að forðast klaka. Göngin eru venjulega 5 sentímetrar í þvermál hjá evrópsku moldvörpunni. Moldvörpurnar eru nrjög duglegar að grafa sig gegnum jörðina. Þannig geta sunrar tegundir grafið 60 til 70 nretra löng göng á 24 klukkustundum. Moldvörpurnar hafa talsverða þýðingu fyrir jarð- veginn, þar sem þær losa um hann með greftri sínum og auðvelda þannig lofti og vatni að komast að. Þær lifa á ýmsum jarðvegsdýr- um, aðallega ánamöðkum. Aðalóvinir moldvarpnanna eru ýmsir ránfuglar. Á Pósléttunni í Norður Ítalíu lröfðu menn gengið lrart að ránfuglastofninum. Þetta olli offjölgun meðal moldvarpnanna, sem grófu svo ákaft í varnargörðum Pó-fljótsins, að þeir brustu á ýmsum stöðum. Olli þannig skerðing ránfuglastofnsins óbeinlínis flóði yfir marga ferkílómetra lands. Af öðrum spendýrum, sem lifa í jörðinni, nrá nefna ýmsar nag- dýrategundir, sem grafa göng neðanjarðar. Hagamúsin íslenzka og mórauða rottan falla undir þennan flokk, og geta þær haft nokkra þýðingu fyrir jarðvegsbreytingar. Hér að framan hefur verið gerð nokkur grein fyrir helztu dýra- flokkum, er lifa í jarðveginunr og ætla má eða sannað hefur verið, að hafi þýðingu fyrir myndun hans og eðli. Er þá eftir að athuga, í hverju þessi þýðing dýranna er fólgin og livort starfsemi þeirra geti haft áltrif á frjósemi jarðvegsins. Til þess að gera sér betur grein fyrir áhrifum dýranna á jarð- veginn, er bezt að skipta þeim í tvo flokka: Stærri jarðvegsdýr og minni jarðvegsdýr. Stærri jarðvegsdýrin eru svo stór og sterk, að þau grafa sín eigin göng og lrolur r jörðinni. Þeim tillreyra ána- maðkar, stærri skordýr, moldvörpur, lragamýs og önnur slík dýr. Minni jarðvegsdýrin liiá liinsvegar og Jrrærast í göngum þeim og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.