Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 28
72
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
J. mynd. Sæsporðdrekar i'rá silúrtímabilinu.
hafa m. a. fundist steingerðar leifar af mjög einkennilegum krabba-
dýrum, sem nefnd eru þríbrotar. Líkami þeirra var þrískiptur og
þar af er nafnið dregið. Dýr þessi voru í fyrstu fremur smávaxin,
en tóku smám saman miklum framförum, þau stærstu urðu 45 cm á
lengd og náðu þar með mestum þroska allra dýra liins kambríska
tíma. Elztu menjarnar, sem jarðlögin geima um þríbrota, eru taldar
vera 500 milljón ára gamlar. Þessi merkilegu dýr eru einkennisdýr
fornaldarinnar öðrum dýrum fremur, því að í lok aldarinnar voru
þau aldauða.
Á siiúrtímanum, sem er næsta tímabil eftir kambríska tímann,
hélt þróun lífsins áfram hröðum skrefum. Af kynjadýrum þess tima
má nefna graptolitha, fremur smávaxin holdýr, sem lifðu í furðu-
legu samfélagi. Auk holdýra voru ýmsar tegundir skrápdýra og lin-
dýra mjög algengar og fjölskrúðugar fylkingar í höfum silúrtímans.
Af skrápdýrum þessum hefur ein tegund, sæliljurnar, haldið sinni
upprunalegu mynd allt til vorra daga.
Ein mestu dýr þessa tíma voru án efa svonefndir sæsporðdrekar.
Risarnir í þeirra flokki urðu um þrír metrar á lengd og liafa verið
grimmúðug rándýr. Ollu umsvifameiri voru þó ef til vill álfa-smokk-
ar þeir (nautíloídar), sem herjuðu meðal sævarbúa silúrtímans.
Þeir höfðu um sig nálega fimrn metra langan, snældumyndaðan
kuðung, sem var hið innra skipt í mörg hólf. Hafðist dýrið við í