Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 2. mynd. Skógur frá steinkolatímabilinu. Að líkindum hefur landganga fiskanna upphaflega orðið með þeim hætti, að sumar tegundir þeirra hafa öðlast hæfileika til þess að skreiðast milli tjarna. Þessir hæfileikar liafa síðan þroskast og fullkomnast gegnum milljónir ára, unz svo var komið, að hið upp- runalega öndunarkerfi hafði ummyndast í lungu. Þá fyrst var þeirri fullkomnun náð, sem nauðsynleg var til algers landnáms. Meðan þetta gerðist, náðu fylkingar hinna lægri dýra á landi stöðugt meiri fullkomnun og greindust í næsta ólíka flokka og ætt- bálka. Hin frumlegustu krabbadýr silúrtímans höfðu tekið á sig nýtt gervi, sem betur Iiæfði lífinu á landi. Þau voru orðin að skor- dýrum. Sum þessara skordýra tóku upp á því, að stökkva af einni plöntu á aðra. Þetta uppátæki þeirra reyndist að vera fyrirboði mikilla tíðinda í þróun lífsins, því að það varð upphafið að mynd- un vængja. Frumskógar steinkolatimabilsins. Þegar hinu söguríka devontímabili var um það bil lokið, tók gróður jarðar að færast mjög í aukana. Úrkomur jukust stórlega frá því sem áður var, og víða um lreim mynduðust fenjaflákar og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.