Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 35

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 79 hann er sá, að hjá þeim fyrrnefndn kemur það aldrei fyrir, að kímið vaxi af okfrumunni meðan hún situr í egghirzlunni. Þrátt fyrir þessi einkenni, sem sameiginleg eru fyrir þelingana og greina þelingafylkinguna frá hinum þremur fylkingum æðri plantna, þá er ljóst orðið, að innan þelingafylkingarinnar eru nokkr- ar sjálfstæðar undirfylkingar, sem lítið eða ekkert virðast lengur tengdar hver annarri. Er útlit fyrir, að þessar fylkingar hafi þró- ast hlið við hlið, en ekki hver eftir aðra. Skyldleika þeirra hlýtur því að vera að rekja til sameiginlegra forfeðra, sem nú eru út- dauðir og ekkert sést eftir af. Ameríski þörungafræðingurinn, Gilbert Smith (1951) greinir þörungana í 7 fylkingar og setur þær hverja fyrir sig á bekk með höfuðfylkingum jurtaríkisins. Fylkinguna Tallopliyta lætur hann um leið falla niður. í síðustu útgáfu liinnar þekktu þýzku grasa- fræði Strasburgers (1958) er þelingafylkingin einnig felld niður. Eru þörungarnir flokkaðir þar á sama hátt og hjá Smith, en að blágrænþörungunum undanskildum, eru þeir taldir sem undir- fylkingar í einni aðalfylkingu, sem nefnd er Phycophyla. Skipan plönturíkisins samkvæmt Strasburger er sýnd í töflu I. Tafla I. Skipan plönturíkisins. Fylkingar Undirfylkingar 1. liacteriophyta (Gerlar) 2. Cyanophyta (Blágrænþörungar) 3. Pliycophyta (Þörungar) Chlorophyta (Grænþörungar) Chrysophyta (Kísilþörungar o. fl.) Pyrrhophyla (Skoruþörungar o. fl.) 4. Mycophyta (Sveppir) Euglenophyta (Dílþörungar) Phaeophyta (Brúnþörungar) lihodophyta (Rauðþörungar) Myxomycophyta (Slímsveppir) Eumycophyta (Sveppir) 5. liryophyta (Mosar) 6. Pteridophyta (Byrkningar) 7. Spermatophyta (Fræplöntur) Gymnospermae (Berfrævingar) dngiospermae (Dulfrævingar) í plöntukerfi ]>ví, sem kennt er við Adolf Engler og síðast var gefið út 1954, er þelingafylkingin einnig felld niður og eru í henn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.