Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 36
80 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ar stað settar 13 fylkingar, þar af 9 fylkingar þörunga, en alls eru fylkingar plönturíkisins þar taldar 17. Af þessu öllu er ljóst, hversu fjölbreytni lágplantnanna er mikil og skyldleiki þeirra innbyrðis oft lítill og ógreinilegur. En háplönt- urnar, sem okkur virðast harla ólíkar, eru aftur á móti í grundvallar- atriðum mjög líkar og skyldleiki þeirra oftast auðfundinn. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt, því að háplönturnar eða nánar tiltekið fræ- plönturnar, eru ríkjandi gróður yfirstandandi jarðsögutímabils, aft- ur á móti eru blómaskeið liinna ýmsu lægri plöntufylkinga löngu liðin. Talið er, að þekktar séu nú samanlagt um 170 þúsund tegund- ir fræplantna, nær allt dulfrævingar, 10 þúsund tegundir byrkninga, 25 þúsund tegundir mosa og um 60 þúsund tegundir af hinum svo- kölluðu þelingum, þar af um 20 þúsund þörungategundir. Skilmerki þörunganna Það sem einkum skilur þörungafylkingarnar hverja frá annarri, eru litarefnin í frumurn plantnanna, tegundir þær af kolvetnum, sem plönturnar mynda við kolsýruvinnsluna og geyma sem forðanær- ingu, og gerð og staðsetning svipanna á þeim frumum þessarra plantna, sem slík hreifitæki haía. Allt er þetta mjög líkt innan hverrar þörungafylkingar, en margt af því ólíkt, þegar bornar eru saman tvær eða fleiri fylkingar. Litarefni Eins og nöfn þörungafylkinganna bera með sér, þá eru sex þeirra kenndar við liti: chloro = grænn, chryso = gullgulur, pyrrho = eldrauður, phyco = brúnn, rhodo = rósrauður, cyano = blár. Sjöunda fylkingin, Euglenophyta, er kennd við augndílinn (gleno = sjáaldur), en það er ljósnæmur blettur með rauðgulu litarefni, sem einkennir þessa Joörunga. Þessi aðgreining þörunganna eftir litum virðist fljótt á litið nokkuð yfirborðskennd, en efnarann- sóknir liafa leitt í Ijós, að hér er víðast livar um skýrt afmarkaðar fylkingar og flokka að ræða, sem hver hefur sínar ákveðnu tegundir litarefna. Litarefnin, sem um er að ræða, eru fernskonar: klórófyl eða blaðgrænur, karótín, xanthófyl (xantho = gulur) eða blaðgulur og fykóbilín. Hefur hver þörungategund eina eða tvær tegundir blaðgrænu, eitt eða fleiri karótín og um hálfa tylft eða fleiri blað- gulur. Auk J^ess hafa rauðjmrungar og blájjörungar tvö fúkóbilín.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.