Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 40
84
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Svipur
Svipungar (Flagellata) nefnist hópur einfrumunga, sem ýmist
hafa verið taldir til jurta eða dýra, enda tengja þeir sarnan jurta-
og dýraríkið. Aðaleinkenni svipunganna eru svipurnar (flagella),
1. mynd. Grænþörungar með svipum. Chlamydomonas (til vinstri). Sphaerella
(i miðið). Volvox (til liægri). (Hylander).
sem þeir eru kenndir við, en þær geta verið ein, tvær eða fleiri á
hverjum einstaklingi. Margir svipungar hafa líka ofurlítinn rauðan,
ljósnæman díl, augndílinn. Sumir svipungar hafa blaðgrænu og
eru því taldir til jurtanna, þ. e. til þörunganna. Eru þeir aðal-
lega í fylkingunum Chlorophyta, Chrysophyta, Pyrrliophyta og
Euglenophyta.
Frumur af gerð svipunga koma ekki aðeins fyrir sem sjálfstæðir
2. mynd. Bifgró grænþörungs. a augndíll. v safabólur. p bikar-
laga litberi með pyrenoid. (900 x). (Juller).
einfrumungar, heldur eru þær og mjög algengar sem þróunarstig á
æviskeiði fjölfruma þörunga. Ef undanskildar eru þörungafylking-
arnar tvær: blágrænþörungar og rauðþörungar, þá fer kynlaus æxlun
þörunganna langoftast fram með bifgxóum (zoospora), en þau