Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 42
86
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
sönnun þess, að þær séu allar komnar af svipungum og hafi þró-
ast frá þeim, hver út af fyrir sig. Uppruni blágrænþörunganna
og rauðþörunganna, sem engin bifgró hafa, er aftur á móti
óviss.
Talið er líklegt, að forfeðra mosa og byrkninga sé að leita rneðal
útdauðra grænþörunga, en fræplönturnar eru sem kunnugt er
komnar af byrkningunum.
6. mynd. Grænþörungar. Cladophora (efst úl vinstri). Aceta-
bularia (neðst til vinstri). Ulva (til hægri). (Hylander).
Lýsing þörungafylkinganna
Chlorophyta (Grænþörungar). Þeir hafa grasgræna litbera með
tvennskonar blaðgrænu, aðallega a en nokkuð af b, karótín a og
/8 og nokkrar blaðgulur. Flestir mynda mjölvi á sama hátt og æðri
plöntur. Þeir eru flestir mjög smávaxnir, margir þeirra einfrum-
ungar. Gró og kynfrumur venjulega með 2 eða 4 svipum, er sitja
á framenda frumunnar og eru oftast jafnlangar. Æxlunin getur ver-