Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 45

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 89 8. mynd. Rauðþörungar. Polysiphonia (til vinstri). Chondrus (í rniðið). Gelidiuni (til liægri). (Hylander). og ofurlitlu af þarabláma (phycócyani). Forðanæringin er sérstök tegund af mjölvi. Fjölfrumungar, margir allstórir. Kynlaus fjölgun með svipulausum gróum. Kynæxlun algeng, en kynfrumurnar hafa engar svipur. Ættliðaskipti víðast hvar, en báðir ættliðir eins útlits. Sæþörungar. Algengar tegundir hér við land eru af ættkvíslunum: Polysiphonia, Rhodymenia, Delesseria, Gigartina, Chondrus, Coral- lina, Lithothamnium. Heimkynni þörunganna Þörungarnir lifa nær allir í vatni, söltu eða ósöltu. Aðeins fáar tegundir lifa á þurru landi. Þar sem lífskjörin í sjónum eru mjög ólík og í fersku vatni, verður allgreinileg skipting á milli sæþör- unga annars vegar og vatnaþörunga hins vegar. Þó eru nokkrar tegundir, sem standa þarna á milli og lifa á hálfsöltu vatni, svo sem við árósa, þar sem saman kemur ósalt vatn og sjór. Á annan hátt greinast og þörungarnir í tvo ólíka hópa, en sú aðgreining fer eftir því, hvort þeir svífa í vatninu eða sjónum eða eru fastvaxnir. Þör- ungarnir í fyrri hópnum tilheyra svifinu (plankton), nánar tiltekið

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.