Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 uppbyggingar lífrænna efna. Þörungur þessi lifir sem svif í fersku vatni, og getur vaxið með ótrúlegum liraða, ef hentug skilyrði eru fyrir hendi. Eru nú gerðar tilraunir með ræktun þessa þörungs, hæði með kolvetna framleiðslu í stórum stíl lyrir augum og einn- ig til endurnýjunar á lofti í geimskipum. Nýlega lét t. d. maður einn loka sig inni í einu slíku tilraunageimskipi í 24 klst. ásamt allmiklu magni af Chlorella í viðeigandi næringarvökva. Þörung- urinn var látinn l)inda kolsýruna, sem maðurinn andaði frá sér, og framleiða um leið óbundið súrefni lianda manninum að anda að sér. Vegnaði báðum vel. Rétt er að láta þess getið, að til eru þörungar, sem mynda eitur. Er hér unr að ræða tegundir af skoruþörungaættkvíslinni Gonyaulax. Er gonyaulax-eitrið mjög sterkt eða álíka og botulínus-eitrið, en það er eitt allra sterkasta eitur, sem þekkist, og er myndað sem kunnugt er af gróbærri, loftfælinni geriltegund, Clostridium botu- linus. Sœþörungar. Botnfastir þörungar í sjó liafa liverfandi litla þýðingu, saman- borið við svifið. Þeir lifa aðeins meðfram ströndunum á belti, sem að flatarmáli er um 2% af yfirborði hafanna. Efri rnörk þessa beltis er liáflóðsborð sjávar, exr neðri mörkin takmarkast af ljósmagninu, sem gengnum sjóinn getur borizt. í norðlægum höfum eru þessi neðri nrörk yfirleitt á 40—50 m dýpi, en í suðlægari höfum, sem jafnan eru tærari, kemst ljósið lengra niður. í Miðjarðarhafinu nær t. d. þörungagróður niður á allt að 180 m dýpi. Mest áberandi sæþörungarnir eru brúnþörungar af ættbálkunum Laminarialis og Fucalis. Eru margir þeirra mjög stórir. Þeir eru risarnir í gróðri hafsins. Hér við ísland taldi Helgi Jónsson að fundist hafi 198 tegundir sæþörunga, þar af 10 tegundir á 60 m dýpi eða meira. Helgi Jóns- son flokkaði tegundirnar eftir beltum, eins og venjulegt er um fjörugróður. Höfuðbeltin telur hann þrjú: Efsta beltið (littoral) nær niður að smástraumsfjöruborði. Næsta belti (semi-littoral) það- an og 10 m niður fyrir stórstraumsfjöruborð og þriðja beltið (sublitt- oral) þar fyrir neðan. Hinar 198 tegundir sæþörunga, sem Helgi Jónsson getur um hér við land, skiptast eftir fylkingum á þessi þrjú belti eins og sýnt er í töflu III.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.