Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 20
114 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Árni Waag: Nýr fugl Trjáspör — Passer montanus. Hinn 5. nóvember 1958 sá ég tvo trjáspörva í trjágarði við sunn- anverðan Laufásveg í Reykjavík. Eftir skamma stund flugu þeir í átt að Bergstaðastræti og hurfu mér sjónum. Þrátt fyrir ítrekaða leit, fann ég þá ekki aftur þann dag. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem trjáspör hefur sézt hér á landi með vissu. Næstu daga gekk ég um þennan bæjarhluta í leit að trjáspörvunum, en fann þá ekki, fyrr en 15. nóvember. Þá voru þeir í trjágarði við Sjafnargötu. Fór nú á sömu leið sem lyrr, að ég fann þá ekki aftur þann dag, þrátt fyrir mikla leit. Næst sáust trjáspörvarnir 23. s. m. og nú í garðinum við Fjólugötu 1. Þeir voru þar í birkitré, en flugu brátt niður á flatt skúrþak þar nálægt og virtust finna eitthvað ætilegt á því. Eftir skamma stund flugu þeir upp á húsþak þar í grennd og voru eftir það mjög órólegir. Að þessu sinni voru þeir dr. Finnur Guðmundsson, Jón Baldur Sigurðsson og Sigurður Samúelsson með mér og staðfestu þeir ákvörðun mína. Eftir það sáust trjá- spörvarnir ekki íyrr en 1. febrúar 1959. Þá voru þeir enn einu sinni í garðinum við Fjólugötu 1 í ætisleit með snjótittlingum. Þegar ég nálgaðist þá, flugu þeir upp í birkitré og þaðan yfir í garðinn við Fjólugötu 5. Þeir virtust vel á sig komnir og liinir sprækustu. Fyrrnefndir menn og höfundur sáu nú trjáspörvana öðru hverju í sama bæjarhluta allt til 12. apríl s. á. Síðan varð þeirra ekki vart fyrr en 2. nóvember s. á., en eftir það sáust þeir öðru hverju á sömu slóðum fram til 21. marz 1960, en þá sáust þeir í síðasta sinn. Það er eftirtektarvert, að spörvarnir virðast hal'a horfið, þegar fór að vora árið 1959, en birtust svo á sömu slóðum, er tók að hausta þetta sama ár. Þess ber að gæta, að spörvunum ásamt öðrum fuglum var gefið reglulega við Fjólugötu 5 og víðar í þessum bæjarhluta. Trjáspörvarnir hafa því hænzt að þessum stöðum, en horfið þaðan, þegar möguleikar til mataröflunar juk-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.