Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 34
124
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og al'tur 1960 var tekið mikið af sýnisliornum og mæld hitastig í
afrennsli hveranna nr. 3, 5 og 21, en þar rann vatnið yfir stórar
hrúðurbreiður og enginn gróður var sýnilegur berum augum.
Þarna fundust víða þræðir bæði af Hapalosiphon laminosum og
Phormidium laminosum við 50—70° C, en í flestum tilfellum var
ógerlegt að skera úr því, hvort þeir voru lifandi eða ekki. Þa<rna
voru alls staðar mjög stórar sveiflur á hitastiginu.
Hverahrúðrið.
Meginhluti hverasvæðisins á Hveravöllum er þakinn hveralirúðri
og vekur liinn gráhvíti litur þess eftirtekt langt að. Útfelling kísils-
ins orsakast vafalaust sumpart af uppgufun vatnsins, en þó getur
liún einnig farið fram í djúpum hveraskálum fullum af vatni, eins
og t. d. í hver nr. 6 á Hveravöllum, og eins og Trausti Einarsson
(1942) getur um við Geysi. Eftirtektarverð er enn fremur sú út-
felling á kísil, sem á sér stað í slíðrum Phormidium-lpráðanna og
ég hef getið um áður (1958). Eru þessi steinrunnu slíður aðaluppi-
staðan í neðri hluta hveraskánanna og í miðjum totunum, sem blá-
grænþörungarnir Hapolosiphon laminosum og Phormidium la-
minosum mynda í sameiningu. Er hugsanlegt, að þessi kísilútfell-
ing standi í sambandi við efnaskipti þörungsins meðan hann er lif-
andi.
Hin steinrunnu slíður Phormidium-þxá'Sanna í hveraskánunum
eru þó ekki nema mjög lítill liluti af þeim steingerðu blágrænþör-
ungum, sem finnast við hverina á Hveravöllum. Við smásjárrann-
sókn á hverahrúðrinu sjálfu hefur komið í ljós, að mikill hluti
af því er oft beinlínis gerður úr steinrunnum þörungum, sem ut-
aná liefur ldaðizt þykkt lag af kísil. Á steingervingum þessum
sézt víða marka fyrir frumum í þráðunum og greiningu þráðanna,
og verður ekki betur séð, en hér sé um að ræða blágrænþörungana
Hapalosiphon laminosum og Phormidium laminosum (5—7. mynd).
Magn þessara steingervinga í hverahrúðrinu er mjög misjafnt, sums
staðar mikið, annars staðar lítið eða ekkert. Hrúður með miklu af
steingervingum í er oftast frauðkennt, en í glerkenndu hörðu
hrúðri finnast ekki nein merki um þörunga. Reynt var að ganga
úr skugga unr, hvort liinar einkennilegu stallamyndanir hvera-
hrúðursins stæðu eitthvað í sambandi við þörungagróðurinn í
hrúðrinu. Voru rannsökuð sýnishorn úr stöllunum, úr brúnum