Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 127 unum sefur undir ísnum en kemur vitanlega öðru hvoru upp í vak- ir til að anda. Hann heldur þeim opnum með tönnunum. Rostung- urinn sefur stundum uppréttur í sjónum nreð utblásinn háls. 1. mynd. Sæotur sefur á rekþangi. Flest hófdýr reika mikið um landið og eiga sér ekki fasta bú- staði. Þó leitar kvendýrið oft á hentugan stað og lieldur sig þar um tíma um burðinn. Mörg lítil spendýr eiga sér mörg, ófullkomin hæli, sem þau geta leitað til eftir ástæðum. Evrópu-hérinn er mest á ferli á nóttunni, en dvelur á daginn í smá dældum undir runn- 2. mynd. Sæotur syndir með ungann á kviðnum. um eða liggur í háu grasi. Hann grefur sig stundum í fönn á vet- urna. Kanínur eiga venjulega margar ltolur eða bugðótt göng með mörgum munnum. Innst er víðara bæli, alloft fóðrað með mjúkum hárum. Holur eða gjötur eru algengustu heimili dýranna. Sum búa í hellum. Mörg rándýr búa í holum sem önnur dýr hafa gert, en hreinsa þær og stækka ef þörf er á. ísbjarnarmóðirin grefur sig í fönn áður en húnarnir fæðast. Greni íslenzku tófunnar eru alkunn. Rauði refurinn ameríski gerir sér all vandað greni og elur þar yrðlinga sína. En auk þess óvönduð bráðabirgðaskýli eða holur. Moldvarpan grefur sér göng með íramloppunum og sparkar moldinni aftur fyrir sig með afturlöppunum. Hún er mjög duglegt grafdýr, sem lifir mest niðri í jörðinni. Leðurblökur sofa í holum trjám, dýra- bælum, yfirgefnum hreiðrum; en einnig í útihúsum, kirkjuturn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.