Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 40
]30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 4. mynd. Bústaður moldvörpunnar. Efsta hvelfingin var í 30 cm dýpi, en „l)runnurinn“ neðst um 80 cm undir yfirborði. inn er grafinn eða gerður á vorin, undir um 40 cm hárri moldar- hrúgu, sem dýrin byrja að hlaða á haustin. Klefinn er leirfóðraður og um 20 crn í þvermál. Eftir tímgun fyllir eigandinn klefann með mold. Og hann ntúrar fyrir salernin með leir, þegar þau eru orðin full af saur. „Töskugoferin“ í M.-Ameríku gerir sér líka mikla bústaði í jörð. Hann gerir sér líka ganga ofanjarðar undir vetrarsnjónum og dreg- ur þangað jurtahluti og óhreinindi neðan að. Sjást þessir gangár sem „ruslabönd“ eða línur ofanjarðar þegar snjóa leysir. Hagainús- in gerir stundunr einnig slík snjógöng. Svartskottuðu gresjuhundarnir í V.-Bandaríkjunum grafa sér djúpar holur 1—15 m í jörð. Olarlega í þessum „brunni" er stallur, þar sem dýrið stundum situr á verði og hlustar. Á botni lóðréttu holunnar eru hliðargangar, sem oft vísa talsvert upp á við. Bjargast dýrin Jjar sennilega stundum, ef vatn kernst í aðalholuna. Auk þess byggja gresjuhundarnir eins konar liaug kringum uppgöng- una, líklega til að síður flæði vatn niður í bústaðinn. Getur haug- urinn verið 70 cm hár og metri í þvermál. Halda hundarnir haugn- um vandlega við. Sum dýr loka uppgöngunni með sandi eða leir meðan sumar- hitinn er mestur, líklega til að verjast hita. Svo gerir stökkmúsin, jarðsvínið o. fl. Fjalla-múrmeldýrið o. fl. dýr sem leggjast í dvala, múra sig alveg inni áður en Jiau fara að „sofa“.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.