Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 44

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 44
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þefdýrin o. 11. dýr gela frá sér daunillan vökva — úr kirtlum aí'tan á sér — til varn- ar. Geta sum jafnvel hitt með gusunni á 3—4 m færi. Losna dýr sem fyrir verða seint við dauninn og leggja önnur dýr á flótta, ef hin óheppnu nálgast. Ekki þykir heldur gott að fá þefdýragusu inn í birgðaskemmu! Sum þefdýr stappa í jörðina með afturfót- unum til ógnunar, en önnur standa nokkrar sekúndur á framfót- unum, með afturend- ann beint upp í loftið, áður en þau „skjóta“. — Mörg þefvökvadýr eru hvít- og svartflekk- ótt á lit. Þykir kven- fólkinu loðfeldur þef- dýra (skunk) næsta fallegur. 5. mynd. Gresju-þefdýr í „skotstellingum". Sumar eðlui', sporð- drekar o. fl. dýr fórna halanum, ef hann festist. Brotnar halinn auðveldlega af og virðist dýrinu verða furðu lítið um það. Ef gripið er í rófuna á heslimús eða skógarmús rifnar húðin og strýkst af eins og slíður. Maður stendur eftir með húðina í hendinni en músin sleppur. Hinir beru rófuliðir þorna og detta af eftir 2—3 daga, það blæðir sáralítið. Allmörg dýr skipta lit eftir árstíðum, sbr. rjúpuna, og líkjast við það umhverfinu meir en ella og sjást ver. Önnur líkjast umhverf- inu furðu nrikið með sama litnum árið um kring, t. d. ýmis blett

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.