Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1961, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 139 villandi; hefði verið réttast að ræða hér í einum hópi allar undir- stöðurannsóknir og skipulagningu þeirra, verkaskiptingu milli stofnana o. s. frv. Þótt greint sé milli undirstöðurannsókna og hagnýtra rannsókna má það augljóst vera, að engin skörp mörk eru þarna á milli. Hvorttveggja krefjast ldiðstæðrar menntunar. ITvorttveggja eru jafn- sjálfsagðar og nauðsynlegar hverju nútíma menningarþjóðfélagi. Þetta ættu eiginlega að vera svo augljós sannindi, að ekki þyrfti að ræða þau, en því minnist ég á þau, að liér hefur, á síðari áratugum a. m. k., verið nokkuð áberandi sá hugsanagangur meðal þingmanna og annarra er fjárveitingum ráða, að þótt eðlilegt sé að efla hug- vísindi að vissu marki án þess að spyrja um hagnýti þeirra, — og hefur þó vissulega ekki verið hér um neina ofrausn að ræða — þá sé jafnsjálfsagt, ef um raunvísindi er að ræða, að spyrja um það, hvaða liagnýtum tilgangi þau þjóni. Það hefur mörg dellan verið styrkt af því opinbera á undangengnum árum, er tekizt hafði að telja einhverjum ráðamönnum trú um að hún þjónaði hagnýtum til- gangi og gæfi brátt gull í mund, jafnvel í bókstaflegum skilningi. Auðvitað er það sjálfsagt, enda brátt áfram lífsnauðsyn, að leggja hér kapp á hvers kyns hagnýtar vísindarannsóknir í þágu íslenzks atvinnulífs, og eðlilegt að fleiri, jafnvel miklu fleiri, starfi að þeim en almennum undirstöðurannsóknum — en því má ekki gleyma, að almennar undirstöðurannsóknir eru þeim hagnýtu ómissandi stoð og aðhald. Það bitnar því fyrr eða síðar á liagnýtu rannsókn- unum, dregur þær niður og rýrir þeirra liagnýta gildi, ef ahnennu undirstöðurannsóknirnar eru forsómaðar. Þetta er staðreynd, sem viðurkennd er í verki í nær öllum mneningarlöndum. Um almennar náttúrurannsóknir hérlendis, þær er frumvarpið fjallar um, er það í stuttu máli að segja, að hlutverk þeirra er tvíþætt. Annað að vera nauðsynleg hliðstæða og stoð hagnýtu rannsóknanna, hitt að vera nauðsynlegur og sjálfsagður liður í menningar- og sjálfstæðisviðleitni þjóðarinnar, liliðstæða við rann- sókn á tungu hennar, sögu og bókmenntum. ísland hefur sérstöðu um tvennt. Annarsvegar um nrerkilegu forna tungu og einstæða bókmenntaarfleifð, hinsvegar um náttúrufar landsins, sem er eitt hið sérstæðasta og merkilegasta á jarðarkringlunni. Okkar kynslóð lrefur ekki aðeins hlotið í arf Njálu og Sturlungu og mál Snorra, lnin hefur líka erf't land Geysis, Heklu og Mývatns, land, sem vegna

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.