Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 52
142
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Sitt af hverju
Marhnútaveiði i Nýpslóni.
Marhnútur er smáfiskur, sem gengur upp í landsteina og sést oft
við bryggjur; en ekki hefur hann verið talinn meðal nytjafiska.
Þó má þess geta, að marhnútaveiði á öngul við bryggjur hefur tíð-
um orðið börnum að leik og til að svala athafnaþrá þeirra og veiði-
löngun.
Bjarni Sæmundsson segir, að almennt sé marlmútur talinn óæt-
ur — jafnvel eitraður, en sé þó bezti rnatur, bragðgóður og fastur.
Sveinn Pálsson getur þess í dagbók sinni, að sumarið 1789, er
hann var staddur á Vopnafirði, hafi sér verið sagt frá fiski, sem
menn þar nefndu sköruskil (nf. sköruskill eða skörusk-ill) og
veiddist í Nýpslóni (þau mega teljast tvö, hvort inn af öðru) og
ekki annars staðar svo kunnugt væri. Stundum veiddist svo nrikið
al' honunr að hann hafi verið hertur til matar. Fiskinn sá hann
ekki, en af' lýsingu taldi hann að það væri marhnútur, og styður það
m. a. við það, að Ólavíus (Ól. Ólafsson) geti þess, að á Djúpavogi
veiðist fiskur, sem þar sé nefndur flyðruskillir. Hyggur hann það
sama fiskinn. Lýsir hann furðu sinni á því, að enginn náttúruskoð-
ari skuli hafa getið þessa fisks í Nýpslóni, né nefnt luð vopnfirzka
nafn hans, senr þekkist hvergi annars staðar, né heldur getið veiði-
skaparins í Nýpslóni, senr vera muni eini staðurinn á íslandi, sem
marhnútaveiði hal'i verið stunduð til gagnsenrdar.
Ólavíus var á ferð um Austurland — m. a. til að kynna sér fisk-
veiðar þar — þrettán árum fyrr en Sveinn Pálsson. Hann getur um
marhnútaveiði aðeins á Djúpavogi, og með því nafni, sem Sveinn
greinir frá. Hefur honunr því ekki verið kunnugt unr marlrnúta-
veiði í Nýpslóni.
Bjarni Sæmundsson segir að drengir gefi marhnútunum stund-
um gælunafnið marsi, og að á Austfjörðum liafi nafnið flyðruskillir
tíðkast fyrrum, en sköruskills-nafnsins getur hann ekki. Hann seg-
ir að fyrr nreir hafi Vopnfirðingar veitt mikið af marhnút í Nýps-
lónum og liert til matar. Ekki nrá vita, lrvort hann byggir það á
frásögn Sveins Pálssonar eða hefur fyrir því aðrar heimildir.