Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 7
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Á Heklutindi 11. sept. 1994. - The summit of Hekla Sept. llth 1994. Ljósm./Photo: ÁH. 1503 m y.s.6 Landmælingar íslands mældu svo Heklutind á árunum 1955-56 þegar nýtt þríhyrninga- kerfi, sem kennt er við Hjörsey, var tekið í notkun.7 Mælingin, sem vafa- laust er fyrsta flokks, sýndi lægri tölu en Steinþór hafði mælt, sem við mátti búast enda eðlilegt að gera ráð fyrir því að efstu gígar hafi sigið og veðrast frá goslokum. Hæðin reynd- ist 1491 m og sú tala er birt á kortum Landmælinganna fram til 1990. Ljóst má vera að töluverðar hæðar- breytingar hafa orðið á fjallinu á síð- ustu áratugum vegna hinna tíðu gosa. Einkum þótti mönnum sem Hekla hefði hækkað í gosinu 1980. Þá töldu margir að hún væri komin yfir 1500 m en áreiðanleg mæling var ekki gerð. ÞÁTTUR BANDARÍKJAHERS En hvernig stendur þá á hæðartöl- unni 1450 á nýjustu kortum? Eftir að hafa rakið mig frá einni kortaút- gáfu til annarrar þykist ég sjá hvernig í málinu liggur. Kortadeild Bandaríkjahers (Defence Mapping Agency) og Landmælingar íslands gáfu út kortblaðið Vatnafjöll 1:50.000 árið 1990 í DMA-kortaröð- inni svokölluðu. Hekla er á kort- blaðinu og talan 1450 stendur við hátindinn. Hæðin virðist vera feng- in af fáséðu Islandskorti sem banda- ríski herinn gaf út 1969 (Joint Oper- ations Graphic (Ground), series 1501) þar sem þessi tala birtist í fyrsta sinn. Þetta kort er byggt á kortum sem sami her lét gera af öllu landinu á árunum í kringum 1950, svonefndum AMS-kortum, í mæli- kvarða 1:50.000. Á Heklukortinu í þeirri útgáfu er fjallið sýnt um það bil 1450 m hátt samkvæmt hæðar- línum en engin hæðartala er skráð. Hins vegar er þess getið að kortið sé byggt á loftmyndum sem teknar voru að haustlagi 1945 og 1946. Þar með virðist skýringin komin. Hæð Heklu í íslandsatlasnum og fleiri nýlegum kortum er fengin af mynd- um sem teknar voru af Bandaríkja- her fyrir eldsumbrotin 1947-48. Hekla hefur gosið fimm sinnum síð- an myndirnar voru teknar og há- hryggur fjallsins hefur tekið breyt- ingum í hvert sinn. Sá kafli korta- sögunnar sem fjalla mun um sam- skipti Landmælinga íslands og kortadeildar Bandaríkjahers (Army Map Service og síðar Defence Mapping Agency) er enn óskráður en ljóst er að hann verður ekki sá glæsilegasti í þeirri sögu. NÝJUSTU TÖLUR Á nýjasta korti Landmælinganna af Suðurlandi, en það er frá árinu 2005 og í mælikvarða 1:250.000, er Hekla á ný sýnd 1491 m á hæð. Það er aug- ljóst að þar á bæ hefur sú ákvörðun verið tekin að taka aftur upp gömlu mælitöluna frá 1955. Þetta verður að teljast vafasöm ákvörðun þegar nýrri og nákvæmari mæling er til og hefur verið birt í víðlesnasta landfræðiriti landsins, þ.e. Árbók Ferðafélags íslands. í nýjustu prent- un íslandsatlass Eddu - útgáfu (2006) hefur hæðartölunni verið breytt á sama hátt. 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.