Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn Setlögin í Botnsdal, suður af bæn- um Botni, eru frekar þunn eða um 4 m á þykkt (2. og 4. mynd). Þau eru að mestu mynduð úr sandsteini og surt- arbrandi með sandsteinslögum og gjóskulögum. Plöntuleifarnar sem finnast í þessum setlögum endur- spegla elsta plöntusamfélag sem þekkt er hér á landi á sama hátt og plöntuleifarnar í Þórishlíðarfjalli í Selárdal. Dufansdals - Ketilseyrar setlaga- syrpuna (13,5 millj. ára) má rekja milli fjarðarbotna á suðvesturhluta Vestfjarða (1. mynd). Setlögin eru allvíða aðgengileg, m.a. í Dufansdal í Fossfirði (í botni Arnarfjarðar), og í fjallinu Töflu ofan við Ketilseyri, en einnig innarlega í Lambadal í Dýrafirði. Stærri steingervingar, bæði blöð og aldin, úr þessari set- lagasyrpu eru best varðveittir í Dýrafirði, en þar eru setlögin allt að því 10 m þykk og mynduð úr silt- og sandsteini sem hafa sest til í stöðuvötnum. Einnig er allþykk linsa af völubergi ofarlega í setlög- unum í Lambadal og er þar líklega um að ræða árset sem hefur sest til í farvegi straumvatns sem hefur rof- ist niður í vatnasetið. Þunnar kola- linsur og surtarbrandslög koma fyr- ir hér og þar í setlögunum, einkum í Lambadal (5. mynd). í Töflufjalli ber mest á rauðum silt- og sand- steini sem að öllum líkindum er forn jarðvegur. Efst í setlögunum í Töflu er frekar þunnt lag úr rauðum siltsteini, varla meira en fimm sentimterar á þykkt og í honum hafa fundist þokkalega varðveitt beykiblöð. Mjög fátítt er að finna greinanlega steingervinga eins og blöð í slíku seti („rauð millilög"), þar sem oxun hefur verið mikil og venjulega eyðast lífrænar leifar við slík ferli. Plöntuleifar í þessari set- lagasyrpu endurspegla næstelstu gróðursamfélög sem þekkt eru úr íslenskum jarðlögum. Skarðsstrandar - Mókollsdals set- lagasyrpuna (9-8 millj. ára) má rekja frá Kollafirði á Ströndum og suð- vestur á Skarðsströnd (1. mynd). Setlögin eru greinileg allvíða, m.a. í Hrútagili í Mókollsdal og við Tinda á Skarðsströnd. I Hrútagili í Mó- kollsdal eru þau um 124 m þykk og hvíla á 53 m þykkri hraunlagasyrpu úr ólivínbasalti (5. mynd). Neðst eru setlögin mynduð úr allþykkum móbergs- og sandsteinslögum, en ofar tekur við syrpa af þunnum lög- um úr sand- og siltsteini og einstaka leirlögum. Einkum eru siltsteinslög- in rík af plöntusteingervingum, bæði blöðum og aldinum. Mikið er af öskjum eða skeljum kísilþörunga í setinu með plöntuleifunum, en öll eru setlögin mjög glerrík og má gera ráð fyrir að rofsetið sé mjög blandað gjósku frá eldstöð sem var í nágrenninu, en miðja hennar var innarlega í Mókollsdal. Ofar í set- lagastaflanum verður siltsteinninn meira áberandi og eins kolalinsur ásamt einstaka leirlögum. Glerjuð áferð setsins eykst til muna í efri hluta setlaganna og virðist gæta sí- fellt meiri gjóskuíblöndunar í þess- um hluta. Ofan á setlögunum er síð- an hraunlag úr basalti af ólivín- þóliítgerð. Móberg er ekki algengt á blágrýtissvæðinu á Vestfjörðum, en í Mókollsdal hefur á síðmíósen ver- ið allstór megineldstöð og hefur lík- lega gosið upp í vatn rétt hjá eld- stöðinni eða í henni, ef til vill öskju- vatn. Ut í vatnið barst rofefni frá ná- grenninu, blandað gjósku, en einnig bárust þangað plöntuleifar með straumvatni og vindum. Þá hafa kísliþörungar þrifist í vatninu. Einstrengja laufblaö Hliöarstrengir Blaðoddur Odddreginn Inndreginn Hvass Loka Aldin A' w Krókur Skálarbotn Stilkur > Strengjakerfi reitarstrengur Fræ Griffill Oddur hornstrengur 4“æö Vængur < Botn þverstrengur 3°æö •strengur 2°; miðstrengur 1°æð hliðarstrengur 2°æð 6. mynd. Beykilaufblað efst til vinstri með stækkaðn blaðrönd og einkennandi enda hliðarstrengja. Mismunandi blaðoddar og strengjakerfi á stækkuðum btaðhluta fyrir neðan og opið beykialdin með tveimur fræum og stækkað fræ til hliðar. - Drawings showing various leaf parts, a cupule and a nut with Icelandic terminology. 84
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.