Náttúrufræðingurinn - 2006, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn
Setlögin í Botnsdal, suður af bæn-
um Botni, eru frekar þunn eða um 4
m á þykkt (2. og 4. mynd). Þau eru að
mestu mynduð úr sandsteini og surt-
arbrandi með sandsteinslögum og
gjóskulögum. Plöntuleifarnar sem
finnast í þessum setlögum endur-
spegla elsta plöntusamfélag sem
þekkt er hér á landi á sama hátt og
plöntuleifarnar í Þórishlíðarfjalli í
Selárdal.
Dufansdals - Ketilseyrar setlaga-
syrpuna (13,5 millj. ára) má rekja
milli fjarðarbotna á suðvesturhluta
Vestfjarða (1. mynd). Setlögin eru
allvíða aðgengileg, m.a. í Dufansdal
í Fossfirði (í botni Arnarfjarðar), og
í fjallinu Töflu ofan við Ketilseyri,
en einnig innarlega í Lambadal í
Dýrafirði. Stærri steingervingar,
bæði blöð og aldin, úr þessari set-
lagasyrpu eru best varðveittir í
Dýrafirði, en þar eru setlögin allt að
því 10 m þykk og mynduð úr silt-
og sandsteini sem hafa sest til í
stöðuvötnum. Einnig er allþykk
linsa af völubergi ofarlega í setlög-
unum í Lambadal og er þar líklega
um að ræða árset sem hefur sest til í
farvegi straumvatns sem hefur rof-
ist niður í vatnasetið. Þunnar kola-
linsur og surtarbrandslög koma fyr-
ir hér og þar í setlögunum, einkum
í Lambadal (5. mynd). í Töflufjalli
ber mest á rauðum silt- og sand-
steini sem að öllum líkindum er
forn jarðvegur. Efst í setlögunum í
Töflu er frekar þunnt lag úr rauðum
siltsteini, varla meira en fimm
sentimterar á þykkt og í honum
hafa fundist þokkalega varðveitt
beykiblöð. Mjög fátítt er að finna
greinanlega steingervinga eins og
blöð í slíku seti („rauð millilög"),
þar sem oxun hefur verið mikil og
venjulega eyðast lífrænar leifar við
slík ferli. Plöntuleifar í þessari set-
lagasyrpu endurspegla næstelstu
gróðursamfélög sem þekkt eru úr
íslenskum jarðlögum.
Skarðsstrandar - Mókollsdals set-
lagasyrpuna (9-8 millj. ára) má rekja
frá Kollafirði á Ströndum og suð-
vestur á Skarðsströnd (1. mynd).
Setlögin eru greinileg allvíða, m.a. í
Hrútagili í Mókollsdal og við Tinda
á Skarðsströnd. I Hrútagili í Mó-
kollsdal eru þau um 124 m þykk og
hvíla á 53 m þykkri hraunlagasyrpu
úr ólivínbasalti (5. mynd). Neðst
eru setlögin mynduð úr allþykkum
móbergs- og sandsteinslögum, en
ofar tekur við syrpa af þunnum lög-
um úr sand- og siltsteini og einstaka
leirlögum. Einkum eru siltsteinslög-
in rík af plöntusteingervingum,
bæði blöðum og aldinum. Mikið er
af öskjum eða skeljum kísilþörunga
í setinu með plöntuleifunum, en öll
eru setlögin mjög glerrík og má
gera ráð fyrir að rofsetið sé mjög
blandað gjósku frá eldstöð sem var í
nágrenninu, en miðja hennar var
innarlega í Mókollsdal. Ofar í set-
lagastaflanum verður siltsteinninn
meira áberandi og eins kolalinsur
ásamt einstaka leirlögum. Glerjuð
áferð setsins eykst til muna í efri
hluta setlaganna og virðist gæta sí-
fellt meiri gjóskuíblöndunar í þess-
um hluta. Ofan á setlögunum er síð-
an hraunlag úr basalti af ólivín-
þóliítgerð. Móberg er ekki algengt á
blágrýtissvæðinu á Vestfjörðum, en
í Mókollsdal hefur á síðmíósen ver-
ið allstór megineldstöð og hefur lík-
lega gosið upp í vatn rétt hjá eld-
stöðinni eða í henni, ef til vill öskju-
vatn. Ut í vatnið barst rofefni frá ná-
grenninu, blandað gjósku, en einnig
bárust þangað plöntuleifar með
straumvatni og vindum. Þá hafa
kísliþörungar þrifist í vatninu.
Einstrengja laufblaö
Hliöarstrengir
Blaðoddur
Odddreginn Inndreginn Hvass
Loka Aldin
A' w
Krókur
Skálarbotn
Stilkur >
Strengjakerfi
reitarstrengur
Fræ
Griffill
Oddur
hornstrengur
4“æö
Vængur
< Botn
þverstrengur 3°æö
•strengur 2°;
miðstrengur 1°æð
hliðarstrengur 2°æð
6. mynd. Beykilaufblað efst til vinstri með stækkaðn blaðrönd og einkennandi enda
hliðarstrengja. Mismunandi blaðoddar og strengjakerfi á stækkuðum btaðhluta fyrir
neðan og opið beykialdin með tveimur fræum og stækkað fræ til hliðar. - Drawings
showing various leaf parts, a cupule and a nut with Icelandic terminology.
84